HeartQoL
Efnisorð
- Heilsutengd lífsgæði
- Hjartasjúkdómar
Stutt lýsing
- Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir með hjartasjúkdóma
- Fjöldi atriða: 14
- Metur: Lífsgæði einstaklinga með hjartasjúkdóma með tilliti til ýmissa einkenna, bæði líkamlegra (10 atriði) og tilfinningalegra (4 atriði). Miðað er við síðastliðnar 4 vikur
- Svarkostir: Fjögurra punkta fullmerktur raðkvarði frá 0 (mikið) til 3 (nei)
- Heildarskor: Heildarskor eru reiknuð fyrir hvort svið um sig (líkamlegt og andlegt) sem meðaltal skora á atriðum sem mynda sviðið. Þau eru því í báðum tilvikum á bilinu 0 til 3, þar sem hærri skor vitna um betri heilsutengd lífsgæði
Íslensk þýðing
- Þýddur á vegum Margrétar Hrannar Svavarsdóttur og Brynju Ingadóttur
- Mælitækið var þýtt úr ensku yfir á íslensku. Tvær sjálfstæðar þýðingar voru gerðar (þýðendur voru báðir tvítyngdir, annar heilbrigðisstarfsmaður en hinn ekki). Þýðingarnar voru bakþýddar af tveimur öðrum tvítyngdum aðilum, annar heilbrigðisstarfsmaður og hinn ekki. Að því loknu bar höfundur listans ytra þýðinguna saman við upprunalega útgáfu. Brugðist var við ábendingum og misræmi með umræðum og endurþýðingu atriða eftir atvikum og orðalag aðlagað að íslenskum málvenjum í samráði við höfund
Próffræðilegir eiginleikar
Áreiðanleiki: Í úrtaki hjartasjúklinga var reiknað tilbrigði við alfastuðulinn sem gerir ráð fyrir raðbreytum (ordinal alpha).1 Hann reyndist 0,96 fyrir undirkvarða líkamlegra einkenna (hefðbundinn alfastuðull var 0,93) og 0,90 fyrir undirkvarða tilfinningalegra (hefðbundinn alfastuðull = 0,84).
Réttmæti: Í sama úrtaki hjartasjúklinga var gerð staðfestandi þáttagreining til að sannreyna formgerð listans.1 Staðlaðar þáttahleðslur tveggja þátta líkans voru á bilinu 0,74 til 0,91 fyrir undirkvarða líkamlegra einkenna og 0,74 til 0,93 fyrir undirkvarða tilfinningalegra einkenna. Mátgæði óbreytts líkans voru ásættanleg nema m.t.t. RMSEA (CFI = 0,98, TLI = 0,97, SRMR = 0,06, RMSEA = 0,09). Mat á frávikum í samdreifnifylki líkans og úrtaks ásamt skoðun á breytistuðlum (modification indices) benti til krosshleðslu tveggja atriða sem meta þreytu, magnleysi og orkuleysi annars vegar og getu til að slaka / losa um spennu hins vegar. Einnig virtist vera fylgni milli villuliða atriða sem meta erfiðleika við að ganga upp brekku eða stiga án þess að stoppa annars vegar og við að ganga rösklega lengra en 100 metra hins vegar. Líkanið var aðlagað í samræmi og mátgæði könnuð að nýju. Þau reyndust betri (CFI = 0,99, TLI = 0,99, SRMR = 0,04, RMSEA = 0,06).
Vísbendingar um samleitni og sundurgreiningu voru kannaðar með Multi trait multi method aðferðinni og Short-Form 12v2 Health Survey (SF12v2) sem viðmið.1 Í samræmi við væntingar mældist hlutfallslega mest fylgni milli undirkvarða líkamlegra einkenna matstækjanna (rrho= 0,73) og milli undirkvarða tilfinningalegra einkenna (rrho= 0,63). Lægst var hlutfallsleg fylgni að sama skapi milli líkamslegs undirkvarða HRQoL og tilfinningalegs á SF12v2 og öfugt (rrho= 0,35 og 0,29).
Heimildir
Upprunaleg heimild:
- Oldridge, N., Höfer, S., McGee, H., Conroy, R., Doyle, F., Saner, H., & HeartQoL Project Investigators). (2014). The HeartQoL: Part I. Development of a new core health-related quality of life questionnaire for patients with ischemic heart disease. European journal of preventive cardiology, 21(1), 90-97. https://doi.org/10.1177/2047487312450544
- Oldridge, N., Höfer, S., McGee, H., Conroy, R., Doyle, F., Saner, H., & HeartQoL Project Investigators). (2014). The HeartQoL: Part II. Validation of a new core health-related quality of life questionnaire for patients with ischemic heart disease. European journal of preventive cardiology, 21(1), 98-106. https://doi.org/10.1177/2047487312450545
Próffræðigreinar:
- 1. Svavarsdóttir, M. H., Ingadottir, B., Oldridge, N., & Årestedt, K. (2023). Translation and evaluation of the HeartQoL in patients with coronary heart disease in Iceland. Health and Quality of Life Outcomes, 21(1), 84. https://doi.org/10.1186/s12955-023-02161-7
Dæmi um birtar greinar:
- Svavarsdottir, M., & Ingadottir, B. (2021). Health related quality of life of Icelandic patients six months after coronary heart disease incidence. European Journal of Cardiovascular Nursing, 20(Supplement_1), zvab060-109. https://doi.org/10.1093/eurjcn/zvab060.109
Nemendaverkefni:
- Bettý Grímsdóttir. (2023). Heilsulæsi fólks með kransæðasjúkdóm : megindleg þversniðsrannsókn [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/45921
Reglur um notkun
- Höfundarréttarvarinn og leyfisskyldur – sjá hér
- Ekki er vitað til þess að notkun listans krefjist sérstakrar hæfni eða menntunar
Aðrar útgáfur
- Ekkert fannst
Síðast uppfært
- 12/2023