Insomnia Severity Index (ISI)

Efnisorð

  • Svefnleysi

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir
  • Fjöldi atriða: 7
  • Metur: Einkenni og afleiðingar svefnleysis m.t.t. áhrifa (s.s. streita og truflun), alvarleika (hversu mikil truflun er á svefni yfir nóttina) og ánægju með svefn
  • Svarkostir: Fimm punkta raðkvarði frá 0 til 4 með breytilegum orðagildum eftir stofni atriða
  • Heildarskor: Heildarskor eru á bilinu 0–28 þar sem hærra skor vitnar um alvarlegri einkenni og afleiðingar svefnleysis

Íslensk þýðing

  • Gunnhildur Lilja Marteinsdóttir & Nína Kolbrún Guðmundsdóttir
  • Engar nánari upplýsingar fundust um þýðingarferli / hvernig staðið var að þýðingu

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í úrtaki MS sjúklinga hefur áreiðanleiki heildarskors mælst α = 0,89.1 Í úrtaki nema í nemendaverkefni hefur innri áreiðanleiki mælst α = 0,84, en 0,86 í klínísku úrtaki sjúklinga á Reykjalundi (n = 50).2 Fylgni atriða við heildarskor var á bilinu r = 0,58–0,80 í úrtaki nema og r = 0,63–0,86 í úrtaki sjúklinga.

Réttmæti: Í nemendaverkefni hefur mælst martækur munur á heildarskori úrtaks nema og sjúklinga (M = 9,42  v/s M = 14,8).2 Í úrtaki nema var vægasti svarkosturinn (0) oftast valinn, en í úrtaki sjúklinga voru valkostir 2 (s.s. svolítið, í  meðallagi) og 3 (s.s. alvarlegt, mikið) oftast valdir. Fylgni heildarskors á ISI við hlutaskor á DASS mældist jákvæð og marktæk í báðum úrtökum (hjá nemum á bilinu r = 0,43–0,50, hjá sjúklingum á bilinu r = 0,31–0,50 – í báðum tilvikum lægst fylgni við streituhluta). Fylgni við heildarskor á Chalder Fatigue Questionnaire (CFQ) var sömuleiðis jákvæð og marktæk (r = 0,62 fyrir nema og r = 0,38 fyrir sjúklinga). Þáttagreining í báðum úrtökum benti helst til eins þáttar (1, 2 og 3 þættir höfðu sést í fyrri rannsóknum), en athuga að sökum smægðar hópa (einkum þess klíníska) er varhugavert að túlka þær niðurstöður.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Morin, C. M. (1993). Insomnia Severity Index (ISI) [Database record]. APA PsycTests. https://doi.org/10.1037/t07115-000

Próffræðigreinar:

  • Ekkert fannst – sjá þó nemendaverkefni að neðan

Dæmi um birtar greinar:

  • 1. Aðalbjörg Albertsdóttir, Árún K. Sigurðardóttir & Björg Þorleifsdóttir. (2019). Algengi svefntruflana hjá fólki með MS. Læknablaðið, 9(105). https://doi.org/10.17992/lbl.2019.09.246

Nemendaverkefni:

  • 2. Sigríður Jóna Sigurjónsdóttir. (2018). Psychometric evaluation of the Icelandic version of the Insomnia Severity Index (ISI) and the Chalder Fatigue Questionnaire (CFQ) [óútgefin MSc ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/31253
  • Nína Guðrún Guðjónsdóttir. (2019). Internet-based cognitive behavioural therapy for insomnia among primary care patients : effectiveness and satisfaction with treatment [óútgefin MSc ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/32934
  • Ester Hjartardóttir & Elva Rut Þorleifsdóttir. (2023). Quality of sleep among the general population in North Iceland : the role of physical activity and sedentary behaviors [óútgefin BA ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/45117

 

Reglur um notkun

Aðrar útgáfur

  • Ekkert fannst

Síðast uppfært

  • 5/2024