Health Assessment Questionnaire (HAQ)

Efnisorð

  • Færni
  • Færniskerðing

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat eða viðtal – upprunalega þróað fyrir fullorðna gigtarsjúklinga en hefur verið notað í ýmsu samhengi, jafnvel fyrir börn
  • Fjöldi atriða: 41
  • Metur: Heilsu á fjórum sviðum – færniskerðing (8 undirflokkar), óþægindi og sársauki, aukaverkanir lyfja, og kostnaður. Miðað við tímabilið frá síðastliðinni viku til síðastliðinna 6 mánaða. Athuga að lífslíkur (e. mortality) eru stundum hafðar með sem fimmta sviðið. Athuga einnig að algengt er að birta einungis matið á færniskerðingu (HAQ Disability Index), sársauka og heilsufari almennt (e. global health status) – sjá nánar að neðan
  • Svarkostir: Blandaðir eftir flokkum: t.d., í flokki færniskerðingar – erfiðleikar við athafnir frá 0 (get auðveldlega) til 3 (get ekki); í flokki óþæginda og sársauka – sjónrænn matskvarði frá 0–100 þar sem lengd í sentimetrum frá núllpunkti vitnar um alvarleika sársauka; heilsufar almennt – sjónrænn matskvarði frá 0–100 þar sem lengd í sentimetrum frá núllpunkti vitnar um hversu slakt heilsufar er
  • Heildarskor: Fyrir færniskerðingu: Hæstu skor úr hverjum flokki lögð saman og deilt í með 8 – endanleg heildarskor eru á bilinu 0–3 þar sem hærra skor vitnar um meiri færniskerðingu. Fyrir óþægindi og sársauka: Skor eru á bilinu 0 (enginn sársauki) til 100 (mjög mikill sársauki), mæld á sjónrænum kvarða og svo umbreytt úr sentimetrum í skor á bilinu 0–3 þar sem hærra skor vitnar um meiri sársauka. Fyrir heilsufar almennt: Skor eru á bilinu 0 (mjög gott) til 100 (mjög slæmt), mæld á sjónrænum kvarða og svo umbreytt með sama hætti og lýst er að ofan. Fyrir aukaverkanir lyfja: Skorun liggur ekki fyrir. Fyrir kostnað: Skorun liggur ekki fyrir

Íslensk þýðing

  • Helgi Jónsson, Ingibjörg Jónsdóttir og Ólafur Oddsson
  • Engar nánari upplýsingar fundust um hvernig staðið var að þýðingu

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Ekkert fannst.  
Réttmæti: Skilningur á íslenskri þýðingu var metinn með fyrirlögn fyrir 30 sjúklinga.1,2 Meirihluti svaraði án athugasemda og þær athugasemdir sem fram komu voru ekki metnar alvarlegar. Samsvörun var metin milli sjálfsmats og hlutlægs mats iðjuþjálfa – í 13 atriðum af 20 reyndist samræmi mjög gott og heilt yfir var fylgnin r = 0,90.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Fries, J. F., Spitz, P., Kraines, R. G., & Holman, H. R. (1980). Measurement of patient outcome in arthritis. Arthritis and Rheumatism, 23(2), 137–145. https://doi.org/10.1002/art.1780230202
  • Bruce, B., & Fries, J. F. (2003). The Stanford Health Assessment Questionnaire: a review of its history, issues, progress, and documentation. The Journal of rheumatology, 30(1), 167–178
  • Bruce, B., & Fries, J. F. (2003). The Stanford Health Assessment Questionnaire: dimensions and practical applications. Health and quality of life outcomes, 1, 20. https://doi.org/10.1186/1477-7525-1-20

Próffræðigreinar: 

  • 1. Jónsson, H. & Jónsdóttir, I. (1992). Translation and validation of an Icelandic version of the Stanford health assessment questionnaire. Icelandic Medical Journal, 78, 238-241.

Dæmi um birtar greinar:

  • 2. Helgi Jónsson & Ingibjörg Jónsdóttir. (1992). Eigið færnismat íslenskra iktsýkissjúklinga. Læknablaðið, 78(6). 238-241. http://hdl.handle.net/2336/85061
  • Guðbjörnsson, B., Geirsson, Á. J., & Krogh, N. S. (2018). Low starting dosage of infliximab with possible escalating dosage in psoriatic arthritis gives the same treatment results as standard dosage of adalimumab or etanercept: results from the nationwide Icelandic ICEBIO registry. Psoriasis: Targets and Therapy, 8, 13–19. https://doi.org/10.2147/PTT.S161522
  • Þorsteinsson, B., Geirsson, Á. J., Krogh, N. S., & Guðbjörnsson, B. (2020). Outcomes and safety of tumor necrosis factor inhibitors in reactive arthritis: A nationwide experience from Iceland. The Journal of Rheumatology, 47(10), 1575–81. https://doi.org/10.3899/jrheum.191307
  • Bjornsson, A. H., Palsson, O., Kristjansson, M., Gunnarsson, P. S., Grondal, G., Gudbjornsson, B., & Love, T. J. (2022). Outpatient use of antimicrobials in patients with rheumatoid arthritis before and after treatment with tumor necrosis factor inhibitors: A nationwide retrospective cohort study. ACR Open Rheumatology4(2), 187–194. https://doi.org/10.1002/acr2.11382

Nemendaverkefni:

  • Ekkert fannst

 

Reglur um notkun

  • Höfundarréttarvarinn en í opnum aðgangi. Umsjón með dreifingu hefur Mapi Research Trust – með því að búa til aðgang á heimasíðu þeirra geta rannsakendur óskað eftir íslenskri þýðingu  
  • Athuga að samkvæmt Mapi mælir einn höfunda listans með því að sú útgáfa sé notuð sem kennd er við Standford háskóla og inniheldur þrjú svið í stað fjögurra. Gengið er út frá því að íslensk þýðing byggi á upprunalegri útgáfu, þ.e. með fjórum sviðum 
  • Sjá almennar ráðleggingar varðandi notkun (t.d. um þjálfun spyrla þegar listinn er notaður á viðtalsformi) í grein tveggja höfunda listans

Aðrar útgáfur

  • HAQ færniskerðingarstuðull í útgáfu Stanford háskóla (HAQ-DI from Stanford)

Síðast uppfært

  • 8/2024