Íslenski þroskalistinn
Efnisorð
- Hreyfiþroski
- Málþroski
- Börn
Stutt lýsing
- Tegund: Mat mæðra barna á aldrinum þriggja til sex ára
- Fjöldi atriða: 208
- Metur: Hreyfi og málþroski barna á sex sviðum sem mynda tvo prófþætti: Grófhreyfingar, Fínhreyfingar, Sjálfsbjörg mynda Hreyfiþátt, og Hlustun, Tal og Nám mynda Málþátt
- Svarkostir: Þriggja punkta raðkvarði með Nei (á aldrei við), Á stundum við og Já (á oft eða alltaf við)
- Heildarskor: Reikna má skor fyrir undirsviðin sex sem svo er breytt í staðalskor (mælitölur) með M = 50 og SF = 10. Skor Hreyfiþáttar, Málþáttar og heildarskor alls listans má reikna með sama hætti, en þar er M = 100 og SF = 15
Íslensk þýðing
- Frumsaminn af Einari Guðmundssyni og Sigurði J. Grétarssyni (1997)
- Tekið var mið af útbreiddum og þekktum þroskaprófum við samningu staðhæfinga og skilgreiningu hinna sex undirsviða
- Listinn var staðlaður í úrtaki rúmlega 1.100 íslenskra mæðra
Próffræðilegir eiginleikar
Áreiðanleiki: Í stöðlunarúrtaki listans var innri áreiðanleiki undirsviða, Hreyfiþáttar, Málþáttar og heildarskors kannaður m.t.t. kynja og aldurshópa.1 Alfastuðlar undirsviða voru í flestum tilvikum yfir 0,80, og stuðlar þátta og heildarskors var í flestum tilvikum yfir 0,90 og lægstur 0,85.
Réttmæti: Í úrtaki mæðra 30 barna voru niðurstöður á listanum bornar saman við niðurstöður á málþroskaprófinu TOLD-2P til að afla vísbendinga um samleitni og sundurgreiningu.2 Meðalskor á málþætti ÍÞ og málþroskatölu TOLD reyndust áþekk, og sömu sögu var að segja um meðaltöl hliðstæðra undirsviða. Skor á undirsviðum ÍÞ höfðu almennt jákvæða fylgni við undirpróf og prófþætti TOLD. Hlustun, Nám og heildartala Málþáttar höfðu jákvæða fylgni við málþroskatölu TOLD. Sama var ekki að segja um undirsvið Tals, sem kom á óvart. Hlustun, Nám og heildartala Málþáttar höfðu einnig fylgni við samsettan prófþátt hlustunar á TOLD. Skor á undirsviðum Hreyfiþáttar á ÍÞ höfðu ekki verulega fylgni við prófþætti og undirsvið TOLD, nema í tilvikum Grófhreyfinga og Sjálfsbjargar sem bæði höfðu marktæka neikvæða fylgni við ákveðin undirsvið TOLD. Þetta var ekki í samræmi við væntingar. Fyrir nánari umræðu, sjá grein Einars, Sigurðar og Aðalbjargar (2000).2
Í öðru úrtaki 80 mæðra voru tengsl ÍÞ við málhluta greindarprófsins WPPSI-R-ISL könnuð.3 Vísbendingar fengust um samleitni og sundurgreiningu undirsviða ÍÞ m.t.t. WPPSI, en fylgnistuðlar eru ekki aðgengilegir. Meginhlutagreining var framkvæmd á undir öllum undirsviðum tækjanna til samans (6 og 6). Nám og Hlustun höfðu háa fylgni við hluta sem öll undirpróf WPPSI röðuðust á en Sjálfsbjörg, Grófhreyfingar og Fínhreyfingar mynduðu sér hluta. Undirsvið Tals vó töluvert á báða þætti. Skýringargildi tveggja hluta lausnar fyrir undirsviðin 12 var tæplega 60%.
Fyrir umræðu um mun á skorum undirsviða og prófþátta, tölfræðilega marktekt og klínískt mikilvægi munar, sjá grein Einars og Sigurðar (2004).4
Fyrir gagnsemi málþáttar ÍÞ við skimun fyrir frávikum á reikningi og orðskilningi WPPSI-R-ISL, sjá nemendaverkefni Jóhönnu Dagbjartsdóttur (2009).5 Fyrir samanburð á mati mæðra og feðra á þroska með ÍÞ, sjá nemendaverkefni Unu Rúnarsdóttur (2013).6 Fyrir tengsl ÍÞ og matstækisins Málfærni eldri leikskólabarna (MELB), sjá nemendaverkefni Helenu Kjartansdóttur (2020).7
Heimildir
Upprunaleg heimild:
- 1. Einar Guðmundsson og Sigurður J. Grétarsson. (1997). Íslenski þroskalistinn. Handbók. Reykjavík: Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála
Próffræðigreinar:
- 2. Guðmundsson, E., Grétarsson, S. J., & Karlsdóttir, A. (2000). Réttmæting undirprófa og prófþátta Íslenska þroskalistans með samanburði við TOLD-2P. Sálfræðiritið. http://www.sal.is
- 3. Guðmundsson, E., Ásgeirsdóttir, G., & Grétarsson, S. J. (2001). Réttmæting Íslenska þroskalistans með samanburði við málpróf WPPSI-RISL. Sálfræðiritið. http://www.sal.is
- 4. Guðmundsson, E., & Grétarsson, S. J. (2004). Túlkun prófþátta og undirprófa Íslenska þroskalistans : möguleikar á þversniðsgreiningu. Sálfræðiritið. http://www.sal.is
Dæmi um birtar greinar:
- Sjá að ofan
Nemendaverkefni:
- 5. Jóhanna Dagbjartsdóttir. (2009). Réttmæti skimunarútgáfu Íslenska þroskalistans [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/3885
- 6. Una Rúnarsdóttir. (2013). Samanburður á mati mæðra og feðra á þroska barna sinna [óútgefin cand.psych. ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/15499
- 7. Helena Kjartansdóttir. (2020). Réttmætisathugun á Málfærni eldri leikskólabarna (MELB): Samanburður við Íslenska þroskalistann [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/37122
Reglur um notkun
- Leyfisskyldur og höfundarréttarvarinn
- Notendur þurfa að sækja námskeið fyrir notkun listans
- Sjá heimasíðu hér
Aðrar útgáfur
- Smábarnalistinn, fyrir börn yngri en þriggja ára
Síðast uppfært
- 12/2023