Paediatric Quality of Life Inventory™ (PedsQL) Family Impact Module

Efnisorð

  • Lífsgæði
  • Foreldrar
  • Fjölskyldur

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – foreldrar / fjölskyldumeðlimir langveikra barna
  • Fjöldi atriða: 36
  • Metur: Áhrif langvinnra sjúkdóma barna á foreldra þeirra og fjölskyldur síðastliðinn mánuð. Spuningar skiptast í átta undirkvarða: Líkamleg líðan (6 atriði), tilfinningaleg líðan (5 atriði), félagsleg líðan (4 atriði), vitsmunir (5 atriði), samskipti (3 atriði), áhyggjur (5 atriði), daglegt líf (3 atriði) og samskipti innan fjölskyldunnar (5 atriði)
  • Svarkostir: Raðkvarði með fimm fullmerktum svarkostum frá 0 (aldrei) til 4 (næstum alltaf)
  • Heildarskor: Áður en heildarskor eru reiknuð er atriðum snúið við og þeim umbreytt á 0 til 100 skala þar sem 0 = 100, 1 = 75, 2 = 50, 3 = 25 og 4 = 0. Heildarskor fyrir allann spurningalistann er svo fengið með því taka meðaltal af stigum atriðanna og er hærra skor talið vitna um betri lífsgæði. Einnig má reikna heildarskor fyrir heilsutengd lífsgæði foreldra (20 atriði á fyrstu fjórum undirkvörðum) og heildarskor fyrir virkni fjölskyldunnar (8 atriði á seinustu tveim undirkvörðum) með sama hætti. Sjá nánar á bls. 86-89 hér

Íslensk þýðing

  • Erla Kolbrún Svavarsdóttir
  • Engar nánari upplýsingar fundust um hvernig staðið var að þýðingu

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í birtum greinum hefur innri áreiðanleiki verið á bilinu α = 0,97–0,98 í úrtaki foreldra barna sem fengu heilbrigðisþjónustu á Barnaspítala Hringsins.1,2 Upplýsingar um áreiðanleika undirkvarða má sjá í sömu greinum. Innri áreiðanleiki summuskors undirkvarða daglegs lífs og samskipta innan fjölskyldunnar (family functioning summary score) í úrtaki ungmenna með langvinna sjúkdóma (n = 45) hefur mælst α = 0,90.3 Í nemendaverkefni var innri áreiðanleiki α = 0,95 í úrtaki mæðra barna sem fengu heilbrigðisþjónustu á Barnaspítala Hringsins (n = 51).4 Í sama verkefni var innri áreiðanleiki undirkvarðanna á bilinu α = 0,63 (samskipti) til α = 0,92 (vitsmunir).
Réttmæti: Í úrtaki ungmenna með langvinna sjúkdóma var fylgni summuskors undirkvarða daglegs lífs og samskipta innan fjölskyldunnar við  undirkvarðann family function á Bath Adolescent Pain Questionnaire könnuð.3 Hún reyndist allnokkur, eða r = |0,57|.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Varni, J. W., Sherman, S. A., Burwinkle, T. M., Dickinson, P. E., & Dixon, P. (2004). The PedsQL™ family impact module: Preliminary reliability and validity. Health and Quality of Life Outcomes, 2(1), 1-6. https://doi.org/10.1186/1477-7525-2-55

Próffræðigreinar:

  • Ekkert fannst

Dæmi um birtar greinar:

  • 1. Sigurdardottir, A. O., Garwick, A. W., & Svavarsdottir, E. K. (2017). The importance of family support in pediatrics and its impact on healthcare satisfaction. Scandinavian Journal of Caring Sciences, 31(2), 241-252. https://doi.org/10.1111/scs.12336
  • Svavarsdottir, E. K., & Tryggvadottir, G. B. (2019). Predictors of quality of life for families of children and adolescents with severe physical illnesses who are receiving hospital‐based care. Scandinavian Journal of Caring Sciences, 33(3), 698-705. https://doi.org/10.1111/scs.12665
  • 2. Svavarsdottir, E. K., Kamban, S. W., Konradsdottir, E., & Sigurdardottir, A. O. (2020). The impact of family strengths oriented therapeutic conversations on parents of children with a new chronic illness diagnosis. Journal of Family Nursing, 26(3), 269-281. https://doi.org/10.1177/1074840720940674
  • 3. Gudmundsdottir, D. B., Brynjolfsdottir, B., Halldorsdottir, S. B., Halldórsdóttir, H. R., Thorsteinsdottir, S., & Valdimarsdottir, H. (2023). Psychometric evaluation of an Icelandic translation of the adolescent and parent report versions of the BATH pain questionnaires and investigation of the psychosocial impact of pain on adolescents with chronic disease. Scandinavian Journal of Psychology. https://doi.org/10.1111/sjop.12910

Nemendaverkefni:

  • 4. Guðrún Eygló Guðmundsdótir. (2012). Fjölskylduhjúkrun á Barnaspítala Hringsins, aðlögunarleiðir og lífsgæði foreldra: Þversniðsrannsókn [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/12248

 

Reglur um notkun

  • Leyfisskylt og höfundarréttarvarið. Umsjón með dreifingu hefur Mapi Research Trust – með því að búa til aðgang á heimasíðu þeirra geta rannsakendur sótt um afnot af íslenskri þýðingu 

Aðrar útgáfur

  • Sjá lista í efnisyfirliti hér

Síðast uppfært

  • 4/2024