Bruininks-Oseretsky Test of Motor Proficiency - Second Edition (BOT-2)

Efnisorð

  • Börn
  • Hreyfifærni

Stutt lýsing

  • Tegund: Mat fagaðila á barni / ungmenni
  • Fjöldi atriða: 53
  • Metur: Hreyfifærni barna og ungmenna á fjórum sviðum sem hvert inniheldur tvo prófhluta. Sviðin eru stjórn fínhreyfinga, samhæfing handa, samhæfing líkama og styrkur og snerpa. Prófhlutar eru t.d. samhæfing hægri og vinstri hliðar líkama, jafnvægi og hlaupahraði og snerpa. Fjöldi atriða per hreyfisvið / prófhluta er ekki þekktur
  • Svarkostir: Fjöldi stiga
  • Heildarskor: Stigagjöf er ólík eftir prófhlutum en stigum á prófhluta (e. scale scores) er umbreytt í mælitölur / staðalskor með M = 15 og SF = 5.  Stig má einnig reikna fyrir hvert af fjórum hreyfisviðum (e. composite standard scores) með því að leggja saman skor á þeim prófhlutum sem tilheyra viðkomandi sviði (M = 50 og SF = 10), og fyrir prófið í heild sinni með samlagningu allra sviða (e. total motor composite, M = 50 og SF = 10). Athuga þó að íslensk norm eru ekki til svo merkingu mælitalna verður að taka með fyrirvara. Fyrir nánari túlkun skora, sjá verkefni Bjarkar Gunnarsdóttur á bls. 24

Íslensk þýðing

  • Áslaug Guðmundsdóttir, Björk Gunnarsdóttir og Björg Guðjónsdóttir – Sigrún Jóhannsdóttir bakþýddi
  • Engar nánari upplýsingar fundust um þýðingarferli / hvernig staðið var að þýðingu

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Hefur ekki verið metinn hérlendis.
Réttmæti: Hefur ekki verið metið hérlendis.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Bruininks, R. H., & Bruininks, B. D. (2005). Bruininks-Oseretsky Test of Motor Proficiency, Second Edition (BOT-2) [Database record]. APA PsycTests. https://doi.org/10.1037/t14991-000

Próffræðigreinar:

  • Ekkert fannst

Dæmi um birtar greinar:

  • Ekkert fannst

Nemendaverkefni:

  • Björk Gunnarsdóttir. (2015). Samanburður á hreyfiþroska barna í heilsuleikskólum og leikskólum sem fylgja öðrum uppeldis- og kennslustefnum [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/22119

 

Reglur um notkun

  • Leyfisskylt, sjá hér
  • Sjá einnig gagnlega umfjöllunum matstækið hér

Aðrar útgáfur

  • Bruininks-Oseretsky Test of Motor Proficiency 

Síðast uppfært

  • 8/2023