Missed Nursing Care Survey (MISSCARE Survey)

Efnisorð

  • Óframkvæmd hjúkun

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – hjúkrunarfræðingar
  • Fjöldi atriða: 41
  • Metur: Tíðni (A-hluti, 24 atriði) og ástæður (B-hluti, 17 atriði) óframkvæmdrar hjúkrunar. Í A-hluta er svarandinn beðinn um að tilgreina hversu oft eftirfarandi atriði hjúkrunar er sleppt á deildinni og í B-hluta hversu mikil ástæða er fyrir því að hjúkrun sé sleppt. B-hlutinn skiptist í þrjá undirkvarða: Samskipti (9 atriði), Aðföng (3 atriði) og Mannafli (5 atriði)
  • Svarkostir: A-hluti: Raðkvarði með fimm fullmerktum svarkostum frá 1 (aldei sleppt) til 5 (alltaf sleppt). B-hluti: Raðkvarði með fjórum fullmerktum svarkostum frá 1 (engin ástæða) til 4 (mikil ástæða)
  • Heildarskor: Óljóst hvort á við

Íslensk þýðing

  • Sjá kaflann "The back-translation process" í grein Helgu Bragadóttur og félaga1

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í forprófun spurningalistans var endurprófunaráreiðanleiki = 0,78 fyrir A-hlutann og = 0,53 fyrir B-hlutann í litlu úrtaki fólks sem starfar við hjúkrun.1 Innri áreiðanleiki B-hlutans í sama úrtaki var α = 0,85 á tíma 1 og 0,89 á tíma 2. Í stærra þjóðarúrtaki þeirra sem starfa við hjúkrun var innri áreiðanleiki B-hlutans α = 0,87, og fyrir undirkvarðana var hann eftirfarandi: Samskipti = 0,83 / Aðföng = 0,80 / Mannafli = 0,80.

Réttmæti: Staðfestandi þáttagreining var framkvæmd í þjóðarúrtaki fólks sem starfar við hjúkrun. Niðurstöður gáfu til kynna ásættanleg mátgæði fyrir þriggja-þátta líkan B-hlutans.1 Þáttahleðslur voru á bilinu 0,57-0,74 (Samskipti), 0,65-0,89 (Aðföng) og 0,47-0,86 (Mannafl).

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Kalisch, B. J. & Williams, R. A. (2009). Development and psychometric testing of a tool to measure missed nursing care. JONA, 39(5), 211–219. https://doi.org/10.1097/NNA.0b013e3181a23cf5

Próffræðigreinar:

  • 1. Bragadóttir, H., Kalisch, B. J., Smáradóttir, S. B., & Jónsdóttir, H. H. (2014). Translation and psychometric testing of the Icelandic version of the MISSCARE Survey. Scandinavian Journal of Caring Sciences, 29(3), 563–572. https://doi.org/10.1111/scs.12150

Dæmi um birtar greinar:

  • Bragadóttir, H., Kalisch, B. J., & Tryggvadóttir, G. B. (2016). Correlates and predictors of missed nursing care in hospitals. Journal of Clinical Nursing26, 1524–1534. https://doi.org/10.1111/jocn.13449
  • Bragadóttir, H., & Kalisch, B. J. (2018). Comparison of reports of missed nursing care: Registered Nurses vs. practical nurses in hospitals. Scandinavian journal of caring sciences, 32(3), 1227-1236. https://doi.org/10.1111/scs.12570
  • Bragadóttir, H., Burmeister, E. A., Terzioglu, F., & Kalisch, B. J. (2020). The association of missed nursing care and determinants of satisfaction with current position for direct‐care nurses—An international study. Journal of nursing management, 28(8), 1851-1860. https://doi.org/10.1111/jonm.13051

Nemendaverkefni:

  • Björk Sigurjónsdóttir. (2013). Óframkvæmd hjúkrun á legudeildum lyflækninga skurðlækninga og gjörgæslu á Íslandi: Lýsandi rannsókn [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/15363
  • Birgitta Rún Guðmundsdóttir & Bogey Ragnheiður Leósdóttir. (2022). Óframkvæmd hjúkrun á hjúkrunarheimilum - Lýsandi rannsókn [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/41288
  • Kristrún Heiða Ragnarsdóttir. (2024). Gæði þjónustu á hjúkrunarheimilum: Mat starfsfólks á óframkvæmdri hjúkrun, starfsánægju og þjónandi forystu [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/46065

 

Reglur um notkun

  • Leyfisskylt – íslenska útgáfu og leyfi fyrir notkun má nálgast hjá Helgu Bragadóttur á helgabra@hi.is

Aðrar útgáfur

  • Ekkert fannst

Síðast uppfært

  • 4/2024