WHO-5 Well-Being Index (WHO-5)

Efnisorð

  • Vellíðan
  • Velsæld
  • Lífsgæði

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – börn og fullorðnir
  • Fjöldi atriða: 5
  • Metur: Almenna (vel)líðan svaranda miðað við undanfarnar tvær vikur
  • Svarkostir: Sex punkta fullmerktur raðkvarði frá 0 (alltaf) til 5 (aldrei)
  • Heildarskor: Heildarskor eru á bilinu 0–25 þar sem hærra skor vitnar um aukna velsæld / lífsgæði. Stundum er heildarskorum umbreytt í hundraðsskor á bilinu 0–100 með því að margfalda þau með 4

Íslensk þýðing

  • Ekki vitað

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í rannsókn Guðmundsdóttir ofl. var innri áreiðanleiki í almennu úrtaki einstaklinga α = 0,82 og í klínísku úrtaki einstaklinga með lyndisröskun α = 0,871.
Réttmæti: Guðmundsdóttir ofl. framkvæmdu staðfestandi þáttagreiningu þar sem einsþáttar líkan var metið í almennu úrtaki.1 Niðurstöður studdu einvíða formgerð með þáttahleðslur á bilinu 0,65–0,83 (RMSEA = 0,04; CFI = 0,99). Í rannsókninni var réttmæti einnig kannað með því að reikna fylgni WHO-5 heildarskorsins (staðlað) við önnur sálfræðileg matstæki. Fylgni við BDI-II reynist sterk (r = -0,80), allsterk við DASS-D (r = -0,63), og í meðallagi við DASS-S (r = -0,57), DASS-A (r = -0,45) og BAI (r = -0,43). Næst var ROC greining framkvæmd í klínísku úrtaki fólks með lyndisröskun þar sem greiningarhæfni WHO-5 m.t.t.  þunglyndisgreiningar samkvæmt MINI var könnuð. Niðurstöður sýndu AUC = 0,77 (95% ÖB: 0,68–0,84), næmi = 0,96, sértækni = 0,44, og ákjósanlegasta viðmiðsgildi fyrir þunglyndisgreiningu samkvæmt Youden index var =< 44. Sjá má norm fyrir almennt þýði Íslendinga í Guðmundsdóttir o.fl.1

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • WHO. (1998). Wellbeing Measures in Primary Health Care/The Depcare Project. WHO Regional Office for Europe. https://apps.who.int/iris/handle/10665/349766

Próffræðigreinar:

  • 1. Guðmundsdóttir, H. B., Ólason, D. Þ., Guðmundsdóttir, D. G., & Sigurðsson, J. F. (2014). A psychometric evaluation of the Icelandic version of the WHO-5. Scandinavian Journal of Psychology, 55(6), 567–572. https://doi.org/10.1111/sjop.12156

Dæmi um birtar greinar:

  • Arnardóttir, E., Sigurðardóttir, Á. K., Graue, M., Kolltveit, B. C. H., & Skinner, T. (2023). Can waist-to-height ratio and health literacy be used in primary care for prioritizing further assessment of people at T2DM risk?. International Journal of Environmental Research and Public Health, 20(16), 6606. https://doi.org/10.3390/ijerph20166606

Nemendaverkefni:

  • Helga Berglind Guðmundsdóttir. (2014). Hugsmíðaréttmæti íslenskrar þýðingar Vellíðunarkvarða Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO-5) [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/19092

 

Reglur um notkun

  • Ekki ljóst með höfundarrétt en í opnum aðgangi – sjá matstækið hér, fengið úr verkefni Helgu Berglindar (2014)
  • Engar upplýsingar hafa fundist varðandi formlegar hæfni- / menntunarkröfur fyrir notkun

Aðrar útgáfur

  • Ekkert fannst

Síðast uppfært

  • 4/2024