Social Phobia Scale (SPS)

Efnisorð

  • Félagsfælni

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir
  • Fjöldi atriða: 20
  • Metur: Félagsfælni – staðhæfingar lýsa aðstæðum þar sem gera þarf eitthvað fyrir framan aðra og eiga þær að ná utan um þrjú svið: Ótta við áhorf annarra, ótta við að gera ýmislegt fyrir framan aðra, og ótta við að vera álitinn veikur / skrítinn. Athuga að listinn var hannaður til að leggja fyrir samhliða Social Interaction Anxiety Scale (SIAS)
  • Svarkostir: Fimm punkta fullmerktur raðkvarði frá 0 (alls ekki einkennandi fyrir mig) til 4 (mjög mikið einkennandi fyrir mig)
  • Heildarskor: Heildarskor eru á bilinu 0–80 þar sem hærra skor vitnar um meiri ótta við áhorf / dóma annarra

Íslensk þýðing

  • Pétur Tyrfingsson
  • Engar nánari upplýsingar fundust um þýðingarferli / hvernig staðið var að þýðingu

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í nemendaverkefni var innri áreiðanleiki kannaður í tveimur úrtökum framhaldsskólanema og göngudeildarsjúklinga á geðsviði Landspítala.1 Meðal nema var α = 0,95. Í klínísku úrtaki var α = 0,91 fyrir fólk með félagsfælnigreiningu en 0,85 meðal þeirra í úrtakinu sem ekki höfðu slíka greiningu. Í öðru nemendaverkefni var innri áreiðanleiki meðal háskólanema sömuleiðis  α = 0,95.2

Réttmæti:  Vísbendingar um samleitni og sundurgreiningu voru kannaðar í nemendaverkefni með því að reikna fylgni við skor á öðrum matstækjum í úrtaki sjúklinga með geðrænan vanda: fylgni við SIAS var sterk (r = 0,82), en hófleg við BDI-II (r = 0,39) og BAI (r = 0,36).1 Í úrtaki framhaldsskólanema: fylgni við SPS var sterk (r = 0,77), og hærri við BDI-II og BAI heldur en í klíníska úrtakinu (r = 0,57 og 0,56).

Í klíníska úrtakinu voru skor á SIAS meðal einstaklinga með félagsfælni borin saman við skor einstaklinga með annars konar vanda. Hinir fyrrnefndu höfðu að jafnaði hærri skor á SIAS (M = 42,6) heldur en hinir síðarnefndu (M = 13,8).Sama var að segja um skor á stökum spurningum að einu atriði undanskildu (atriði 14).

Leitandi þáttagreining var framkvæmd í klíníska úrtakinu.Samhliðagreining gaf einn þátt til kynna, hann reyndist hafa skýringargildi upp á 52%. Þetta var ekki í samræmi við upprunalega greiningu höfunda listans sem haf þrjá þætti, en þó sagt eiga sér fordæmi í rannsóknum erlendis. 

Greiningarhæfni SPS var könnuð nánar með ROC greiningu í klíníska úrtakinu.1 Greiningin leiddi í ljós góða hæfni til aðgreiningar einstaklinga með og án félagsfælnigreiningar samkvæmt MINI, AUC = 0,94.  Hentug viðmið fyrir skimun á félagsfælni með SPS reyndust vera á bilinu 20–24 (næmni og sértækni um og yfir 80 til 90%).

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Mattick, R. P., & Clarke, J. C. (1998). Development and validation of measures of social phobia scrutiny fear and social interaction anxiety. Behaviour Research and Therapy, 36(4), 455–470. https://doi.org/10.1016/s0005-7967(97)10031-6
  • Sjá einnig: Peters, L., Sunderland, M., Andrews, G., Rapee, R. M., & Mattick, R. P. (2012). Development of a short form Social Interaction Anxiety (SIAS) and Social Phobia Scale (SPS) using nonparametric item response theory: the SIAS-6 and the SPS-6. Psychological Assessment, 24(1), 66–76. https://doi.org/10.1037/a0024544

Próffræðigreinar:

  • Ekkert fannst – sjá þó nemendaverkefni að neðan

Dæmi um birtar greinar:

  • 3. SIAS-6/SPS-6: Eysteinsson, I., Gustavsson, S. M., & Sigurdsson, J. F. (2022). Prevalence estimates of depression and anxiety disorders among Icelandic University students when taking functional impairment into account. Nordic Psychology, 74(2), 102–113. https://doi.org/10.1080/19012276.2021.1914147

Nemendaverkefni:

  • 1. Halla Ósk Ólafsdóttir. (2012). Athugun á próffræðilegum eiginleikum og aðgreiningar-hæfni Social Interaction Anxiety Scale (SIAS) og Social Phobia Scale (SPS) [óútgefin cand.psych. ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/12111
  • 2. Vignir Fannar Valgeirsson. (2022). The psychometric properties of the covert and overt reassurance seeking inventory (CORSI) in an Icelandic sample and the relationship between worries and reassurance seeking [óútgefin BSc ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/42418

 

Reglur um notkun

  • Ekki ljóst með höfundarrétt, en í opnum aðgangi – rannsakendur geta nálgast listann hjá Pétri Tyrfingssyni á petur1953@gmail.com
  • Ekki er vitað til þess að notkun krefjist formlegrar menntunar eða hæfni

Aðrar útgáfur

  • SPS-6

Síðast uppfært

  • 5/2024