Body Shape Questionnaire (BSQ)

Efnisorð

  • Líkamsímynd
  • Átraskanir

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir
  • Fjöldi atriða: 34
  • Metur: Líkamsímynd og afstaða til líkamslögunar, einkum eins og hún kemur fyrir í átröskunum. Miðast er við síðastliðnar 4 vikur
  • Svarkostir: Sex punkta fullmerktur raðkvarði frá 1 (aldrei) til 6 (alltaf)
  • Heildarskor: Fæst með því að leggja saman stig allra atriðanna og liggur á bilinu 34–204 þar sem hærra skor vitnar um neikvæðari / skekktari líkamsímynd

Íslensk þýðing

  • Guðlaug Þorsteinsdóttir þýddi árið 20011
  • Engar nánari upplýsingar fundust um þýðingarferli / hvernig staðið var að þýðingu

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í úrtaki sjúklinga á átröskunardeild LHS hefur innri áreiðanleiki mælst α = 0,95 (n = 58) en 0,97 meðal háskólanema.1 Leiðrétt fylgni atriða við heildarskor var á bilinu r = 0,09–0,89 í úrtaki sjúklinga, fjögur atriði höfðu fylgnistuðla við heildarskor lægri en 0,30. Sama spönn í úrtaki nema var 0,32–0,88, og ekkert atriði hafði fylgni við heildarskor lægri en 0,30. Í báðum úrtökum reyndust atriði númer 26 og 32 hafa lægsta fylgni við heildarskor. Í blönduðu úrtaki afreksíþróttafólks hefur innri áreiðanleiki mælst α = 0,98.3

Réttmæti: Meðalskor í hópi sjúklinga á átröskunardeild LHS hefur mælst marktækt hærra en meðalskor háskólanema (145 v/s 85).Í úrtaki sjúklinga mældist fylgni við Eat Attitude Test-26 r = 0,66 og við Bulimia Test-Revised 0,40. Hærri fylgnistuðlar fengust í úrtaki nema, eða 0,67 og 0,76. Merkjagreining (ROC) á BSQ gaf AUC = 0,92, sem vitnaði um góða aðgreininguhæfni milli einstaklinga með og án átröskunar.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Cooper, P. J., Taylor, M. J., Cooper, Z., & Fairburn, C. G. (1987). The development and validation of the Body Shape Questionnaire. International Journal of Eating Disorders, 6(4), 485–494. https://doi.org/10.1002/1098-108X(198707)6:4<485::AID-EAT2260060405>3.0.CO;2-O

Próffræðigreinar:

  • Ekkert fannst – sjá þó nemendaverkefni að neðan

Dæmi um birtar greinar:

  • Guðrún Mist Gunnarsdóttir, Sigurður Páll Pálsson & Guðlaug Þorsteinsdóttir. (2015). Átröskunarmeðferð á Íslandi - sjúkdómsmynd, meðferðarheldni og forspárþættir brottfalls. Læknablaðið, 5(101), 251–257. https://doi.org/10.17992/lbl.2015.05.26
  • 3. Kristjánsdóttir, H., Sigurðardóttir, P., Jónsdóttir, S., Þorsteinsdóttir, G., & Saavedra, J. (2019). Body image concern and eating disorder symptoms among elite Icelandic athletes. International Journal of Environmental Research and Public Health, 16(15), 2728. https://doi.org/10.3390/ijerph16152728

Nemendaverkefni:

  • 1. Dórothea Ævarsdóttir & María Guðnadóttir. (2008). Body Shape Questionnaire (BSQ): Próffræðilegir eiginleikar og tengsl við lystarstol og lotugræðgi [óútgefin BA ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/2194 
  • Sara Margrét Jóhannesdóttir. (2021). Eating disorder symptoms and body image concerns among elite Icelandic gymnasts and their relationship with social media use [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/39262 

 

Reglur um notkun

  • Höfundarréttarvarinn en í opnum aðgangi. Umsjón með dreifingu hefur Mapi Research Trust – með því að búa til aðgang á heimasíðu þeirra geta rannsakendur óskað eftir íslenskri þýðingu  
  • Engar upplýsingar hafa fundist varðandi formlegar hæfni- / menntunarkröfur fyrir notkun

Aðrar útgáfur

  • BSQ-16
  • BSQ-8

Síðast uppfært

  • 9/2024