Behavioural Regulation In Exercise Questionnaire (BREQ-2)
Efnisorð
- Áhugahvöt
- Hreyfing
Stutt lýsing
- Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir
- Fjöldi atriða: 19
- Metur: Áhugahvöt til hreyfingar / æfinga á fimm undirkvörðum: (i) enginn áhugi (e. amotivation) 4 atriði, (ii) ytri stjórnun (e. external regulation) 4 atriði, (iii) ómeðvituð stjórnun (e. introjected regulation) 3 atriði, (iv) samsömuð stjórnun (e. identified regulation) 4 atriði og (v) innri stjórnun (e. intrinsic regulation) 4 atriði. Hægt er að nýta undirkvarðana til þess að meta sjálfsákvörðun (e. self-determination) og sjálfsákvörðunarleysi (e. non-self-determination). Fyrri þrír gefa vísbendingu um sjálfsákvörðunarleysi og síðari tveir um sjálfsákvörðun
- Svarkostir: Fimm punkta fullmerktur raðkvarði frá 0 (á ekki við um mig) til 4 (á mjög vel við um mig)
- Heildarskor: Heildarskor má reikna fyrir undirkvarða, sjálfsákvörðunarleysi og sjálfsákvörðun. Skor undirkvarðanna fimm eru einföld summa, skor sjálfsákvörðunarleysis er vegið meðaltal undirkvarðanna enginn áhugi, ytri stjórnun og ómeðvituð stjórnun og skor sjálfsákvörðunar er meðaltal undirkvarðanna samsömuð stjórnun og innri stjórnun. Túlkun skora fer eftir inntaki kvarða / hluta. Sjá nánar hér
Íslensk þýðing
- Steinunn Arnars ÓIafsdóttir, þýtt með leyfi höfundar dr. David Markland
- Fylgt var ferli þýðingar og staðfæringar frá Beaton o.fl. (2000)
Próffræðilegir eiginleikar
Áreiðanleiki: Í úrtaki einstaklinga sem höfðu fengið úthlutað hreyfiseðli á heilsugæslu reyndist innri áreiðanleiki undirkvarða og kvarða í heild á bilinu α = 0,68 til 0,95. Fylgni endurtekinna mælinga reyndist r = 0,891.
Réttmæti: Upplýsingar eru ekki aðgengilegar í nemendaverkefni.1
Heimildir
Upprunaleg heimild:
- Mullan, E., Markland, D., & Ingledew, D. K. (1997). A graded conceptualisation of self-determination in the regulation of exercise behaviour: Development of a measure using confirmatory factor analytic procedures. Personality and Individual Differences, 23(5), 745–752. https://doi.org/10.1016/S0191-8869(97)00107-4
- Markland, D., & Tobin, V. (2004). A modification to the behavioural regulation in exercise questionnaire to include an assessment of amotivation. Journal of Sport and Exercise Psychology, 26(2), 191-196. https://doi.org/10.1123/jsep.26.2.191
Próffræðigreinar:
- Ekkert fannst utan nemendaverkefna að neðan
Dæmi um birtar greinar:
- Olafsdottir, S. A., Jonsdottir, H., Bjartmarz, I., Magnusson, C., Caltenco, H., Kytö, M., ... & Hafsteinsdottir, T. B. (2020). Feasibility of ActivABLES to promote home-based exercise and physical activity of community-dwelling stroke survivors with support from caregivers: A mixed methods study. BMC Health Services Research, 20, 1-17. https://doi.org/10.1186/s12913-020-05432-x
- Olafsdottir, S. A., Hjaltadottir, I., Galvin, R., Hafsteinsdottir, T. B., Jonsdottir, H., & Arnadottir, S. A. (2022). Age differences in functioning and contextual factors in community-dwelling stroke survivors: A national cross-sectional survey. Plos one, 17(8), e0273644. https://doi.org/10.1371/journal.pone.0273644
Nemendaverkefni:
- Steinunn Arnars ÓIafsdóttir. (2021). Icelandic stroke survivors: Functioning and contextual factors and ActivABLES for home-based exercise and physical activity [óútgefin doktorsritgerð]. Opin Vísindi. https://hdl.handle.net/20.500.11815/2650
- 1. Rakel Róbertsdóttir. (2023). Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar þýðingar spurningalista um áhugahvöt til æfinga og hreyfingar (BREQ-2) [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/44521
Reglur um notkun
- Höfundarréttarvarið, en í opnum aðgangi – sjá matstækið hér
Aðrar útgáfur
- BREQ
- BREQ-3
Síðast uppfært
- 8/2024