Problem Areas In Diabetes (PAID)

Efnisorð 

  • Sykursýki

Stutt lýsing

  • Tegund:Sjálfsmat – fullorðnir með sykursýki
  • Fjöldi atriða:20
  • Metur:Tilfinningaleg vandamál sem tengjast því að lifa með sykursýki. Svar á að miðast við núverandi líðan
  • Svarkostir: Raðkvarði með fimm fullmerktum svarkostum frá 0 (ekki vandamál) til 4 (mjög mikið vandamál)
  • Heildarskor: Fæst með því að leggja saman stig allra atriðanna og margfalda summuna með 1,25. Þá fæst heildarskor á bilinu 0 til 100 þar sem hærra skor vitnar um meiri vandamál tengd því að lifa með sykursýki

Íslensk þýðing 

  • Þýtt af Árúnu Kristínu Sigurðardóttur. Nánari upplýsingar um þýðingarferli má finna í grein hennar og Rafns Benediktssonar1 undir „Translation of instruments“

 

Próffræðilegir eiginleikar 

Áreiðanleiki: Í úrtaki einstaklinga með sykursýki af tegund 1 og/eða 2 hefur innri áreiðanleiki heildarskors verið á bilinu α = 0,92–0,94.1,2,3 Innri áreiðanleiki undirkvarða (þeirra sem komu fram í grein Sigurdardottir og Benediktsson– sjá að neðan) hefur verið α = 0,88–0,93 og α = 0,86–0,88.1,2 Fylgni atriða við heildarskor hefur verið á bilinu 0,40–0,77.1

Réttmæti:  Meginhlutagreining í úrtaki einstaklinga með sykursýki hefur gefið til kynna tvær megin víddir: Erfiðleikar í tengslum við að lifa með sykursýki sem innihélt 11 atriði (skýringarhlutfall 47,9%) og Erfiðleikar í tengslum við að meðhöndla/hafa stjórn á sykursýki sem innihélt 9 atriði (sýringarhlutfall 9,3%).Þetta var sagt frábrugðið þeim tveimur rannsóknum sem vitað var til þess að skoðað hefðu þáttabyggingu PAID á þeim tíma, en þær bentu til eins þáttar annars vegar en fjögurra þátta hins vegar. Í sama úrtaki var fylgni við undirkvarða DES kvarðans (Diabetes Empowerment Scale) sem metur stjórn á sálfélagslegum hliðum sykursýki r = -0,36. Engin tengsl fundust á milli PAID heildarskora og annarra undirkvarða DES eða heildarskora þess. Engin tengsl fundust á milli DKT (Diabetes Knowledge Test) og PAID heildarskora. Fylgni við nýjasta langtíma blóðsykursgildi, HbA1c, var hins vegar r = 0,49, leiðrétt fyrir bakgrunnsbreytum og skori á áðurnefndum sálfélagslegum undirkvarða DES.

Í annarri rannsókn4 var reiknuð fylgni við: Skor á HADS þunglyndiskvarða, r = 0,65; HADS kvíðakvarða, r = 0,58; SSQSR sem metur félagslegan stuðning, r = -0,45; tilfinningamiðuð bjargráð á CISS, r = 0,56 og nýjasta langtíma blóðsykursgildi, HbA1c, r = 0,30 í úrtaki ungs fólks með sykursýki af tegund 1 (n = 56). Lítil eða engin fylgni fannst við verkefna- og hliðrunarmiðuð bjargráð CISS.

 

Heimildir 

Upprunaleg heimild:

  • Polonsky, W. H., Anderson, B. J., Lohrer, P. A., Welch, G., Jacobson, A. M., Aponte, J. E., & Schwartz, C. E. (1995). Assessment of diabetes-related distress. Diabetes Care18(6), 754–760. https://doi.org/10.2337/diacare.18.6.754

Próffræðigreinar: 

  • 1. Sigurdardottir, A. K., & Benediktsson, R. (2008). Reliability and validity of the Icelandic version of the problem area in diabetes (PAID) scale. International Journal of Nursing Studies, 45(4), 526–533. https://doi.org/10.1016/j.ijnurstu.2006.10.008

Dæmi um birtar greinar: 

  • 4. Steinsdóttir, F. K., Halldórsdóttir, H., Guðmundsdóttir, A., Arnardóttir, S., Smári, J., Arnarson, E. Ö. (2008). Ungt fólk með sykursýki tegund 1: Fylgni sálfélagslegra þátta, blóðsykursstjórnunar, þunglyndis og kvíða. Læknablaðið, 94(12), 823–829. https://www.laeknabladid.is/media/tolublod/1400/PDF/f03.pdf
  • Sigurdardottir, A. K., & Jonsdottir, H. (2008). Empowerment in diabetes care: Towards measuring empowerment. Scandinavian Journal of Caring Sciences, 22(2), 284–291. https://doi.org/10.1111/j.1471-6712.2007.00506.x
  • 3. Halldórsdóttir, H., Steinsdóttir, F. K., Guðmundsdóttir, A. G., Smári, J., & Arnarson, E. Ö. (2009). Sjúkdómsmynd og meðferðarheldni ungs fólks með insúlínháða sykursýki eftir flutning yfir á göngudeild fyrir fullorðna. Læknablaðið, 95(11), 755–761. https://www.laeknabladid.is/media/tolublod/1435/PDF/f02.pdf
  • 2. Sigurdardottir, A. K., Benediktsson, R., & Jonsdottir, H. (2009). Instruments to tailor care of people with type 2 diabetes. Journal of Advanced Nursing, 65(10), 2118–2130. https://doi.org/10.1111/j.1365-2648.2009.05040.x
  • Hilmarsdóttir, E., Sigurðardóttir, Á. K., & Arnardóttir, R. H. (2021). A digital lifestyle program in outpatient treatment of Type 2 diabetes: A randomized controlled study. Journal of Diabetes Science and Technology, 15(5), 1134–1141. https://doi.org/10.1177/1932296820942286

Nemendaverkefni: 

  • Berglind Sigurðardóttir. (2009). Streita og vellíðan í lífi fólks með sykursýki [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/3118

 

Reglur um notkun 

  • Höfundarréttarvarinn en í opnum aðgangi fyrir klíníska notkun og rannsóknir sem ekki eru gerðar í hagnaðarskyni
  • Íslenska þýðingu má nálgast hjá Árúnu K. Sigurðardóttur á arun@unak.is
  • Ekki er ljóst hvort notkun krefst tiltekinnar hæfni / menntunar

Aðrar útgáfur 

  • PAID-11
  • PAID-5
  • PAID-1

Síðast uppfært 

  • 7/2024