Big Five Inventory (BFI)

Efnisorð

  • Persónuleiki

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir
  • Fjöldi atriða: 44
  • Metur: Persónueinkennin úthverfa, samviskusemi, samvinnuþýði, taugaveiklun og víðsýni (fimm undirkvarðar, 8 til 10 atriði per kvarða)
  • Svarkostir: Fimm punkta fullmerktur raðkvarði frá 1 (mjög ósammála) til 5 (mjög sammála)
  • Heildarskor: Heildarskor eru reiknuð fyrir hvert einkenni um sig og er spönn breytileg eftir fjölda atriða á undirkvarða. Í öllum tilvikum vitna hærri skor um ríkara persónueinkenni

Íslensk þýðing

  • Ragnhildur Lilja Ásgeirsdóttir, Vaka Vésteinsdóttir og Fanney Þórsdóttir, þá doktorsnemar og doktor í sálfræði við HÍ, eiga þýðingu sem mælst er til að rannsakendur noti (sjá undir Reglur um notkun). Tvær sjálfstæðar þýðingar voru unnar af RLÁ og VV og þær svo sameinaðar í eina með aðstoð FÞ. Allar hafa góð tök á ensku eftir búsetu í enskumælandi landi. Í framhaldi voru ítarviðtöl notuð til að bera kennsl á þýðingarvandamál ásamt því að tvítyngdur aðili með reynslu af þýðingum innan sálfræðinnar bar saman íslensku og ensku útgáfu kvarðans
  • Katla Hrund Karlsdóttir, þá meistaranemi í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum við HÍ, þýddi einnig í sínu lokaverkefni en ekkert er vitað um verklag við þá þýðingu

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í úrtaki háskólanema voru alfastuðlar 0,83 fyrir úthverfu, 0,82 fyrir samviskusemi, 0,73 fyrir samvinnuþýði, 0,87 fyrir taugaveiklun og 0,82 víðsýni.Í nemendaverkefnum að neðan er greint frá áreiðanleika þýðingar Kötlu Hrundar2,3
Réttmæti: Samkvæmt heimildum Próffræðistofu er próffræðileg grein væntanleg frá höfundum fyrst nefndu þýðingarinnar, hvers áreiðanleika er getið að ofan.1 Í verkefni Kötlu Hrundar er greint frá meginhlutagreiningu á þýðingu hennar.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • John, O. P., Donahue, E. M., & Kentle, R. L. (1991). Big Five Inventory (BFI) [Database record]. APA PsycTests. https://doi.org/10.1037/t07550-000
  • John, O. P., & Srivastava, S. (1999). The Big Five Trait taxonomy: History, measurement, and theoretical perspectives. In L. A. Pervin & O. P. John (Eds.), Handbook of personality: Theory and research (pp. 102–138). Guilford Press

Próffræðigreinar:

  • Ekkert fannst

Dæmi um birtar greinar:

  • Vésteinsdóttir, V., Asgeirsdottir, R. L., Reips, U. D., & Thorsdottir, F. (2021). Item-pair measures of acquiescence: the artificial inflation of socially desirable responding. International Journal of Social Research Methodology, 24(3), 279-287. https://doi.org/10.1080/13645579.2020.1766791
  • 1. Vésteinsdóttir, V., Asgeirsdottir, R. L., Omarsdottir, H. R., & Thorsdottir, F. (2023). Convergent validity of methods for assessing socially desirable responding in personality items. Nordic Psychology, 75(1), 35-49. https://doi.org/10.1080/19012276.2022.2054465

Nemendaverkefni:

  • 2. Freyja Rúnarsdóttir. (2019). Tengsl persónuleikaþátta og kulnunar [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/34630
  • 3. Katla Hrund Karlsdóttir. (2019). Tengsl persónuleikaþátta og kaupákvörðunarstíls kvenna [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/32141
  • BFI-2-S: Eva Dís Karlsdóttir, Gréta Dögg Hjálmarsdóttir & Sólveig Harpa Helgadóttir. (2020). Relations between alcohol use, personality and stress [óútgefin BA ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/36209

 

Reglur um notkun

  • Höfundarréttarvarinn að því er talið er, en í opnum aðgangi fyrir rannsóknir 
  • Rannsakendur eru beðnir um að fylla út eyðublað fyrir notkun á vefsíðu höfundar
  • Þýðingu RJÁ, VV og FÞ má svo nálgast hjá þeirri fyrstnefndu á ragnhild@hi.is

Aðrar útgáfur

  • Short Form of The Big Five Inventory-2-S (The BFI-2-S)

Síðast uppfært

  • 8/2024