Cancer Rehabilitation Evaluation System – Short form (CARES-SF)

Efnisorð

  • Lífsgæði
  • Endurhæfing
  • Krabbamein

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir
  • Fjöldi atriða: 59
  • Metur: Vandamál á fimm sviðum (líkamleg – 10 atriði, sálfélagsleg – 17, hjónabandstengd – 6, kynlífstengd – 3 og lyfjatengd – 4) tengd lífsgæðum og endurhæfingar-þörf krabbameinssjúklinga, miðað við síðustu fjórar vikur. Athugið að þar að auki eru 19 atriði sem meta ýmiskonar önnur vandamál, t.d. vandkvæði vegna geislameðferðar, meðferðarheldni og efnahagslegar hindranir
  • Svarkostir: Fimm punkta raðkvarði frá 0 (á ekki við) til 4 (á mjög vel við)
  • Heildarskor: Heildarskor má reikna fyrir listann í heild sinni (almenn lífsgæði) – þau eru sett fram sem meðaltal allra atriða og eru því á bilinu 0 til 4 þar sem hærra skor vitnar um lakari lífsgæði. Þar fyrir utan má reikna meðalskor á undirkvörðunum fimm þar sem stig eru túlkuð með sama hætti

Íslensk þýðing

  • Nanna Friðriksdóttir þýddi. Listinn var bakþýddur af enskumælandi kennara og borinn saman við upprunalega enska útgáfu af þremur hjukrunarfræðingum sem störfuðu jafnframt sem háskólakennarar og af einum hjúkrunafræðingi með langa reynslu í klínik, stjórnun og þýðingu spurningalista

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Innri áreiðanleiki í forprófun spurningalistans í nemendaverkefni (n = 100) reyndist vera α = 0,93 fyrir heildarskor og á bilinu 0,74 til 0,89 fyrir undirkvarða.1,2 Í blönduðu hentugleikaúrtaki krabbameinssjúklinga hafa sömu stuðlar reynst lægri, eða α = 0,79 og α undirkvarða á bilinu 0,56 til 0,982.  
Réttmæti: Ekkert fannst.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Schag, C. A., Ganz, P. A., & Heinrich, R. L. (1991). Cancer Rehabilitation Evaluation System--short form (CARES-SF). A cancer specific rehabilitation and quality of life instrument. Cancer, 68(6), 1406–1413. https://doi.org/10.1002/1097-0142(19910915)68:6<1406::aid-cncr2820680638>3.0.co;2-2

Próffræðigreinar:

  • Ekkert fannst

Dæmi um birtar greinar:

  • 2. Sævarsdóttir, Þ., Friðriksdóttir, N., & Gunnarsdóttir, S. (2010). Quality of life and symptoms of anxiety and depression of patients receiving cancer chemotherapy: Longitudinal study. Cancer Nursing, 33(1). https://doi.org/10.1097/NCC.0b013e3181b4adb5

Nemendaverkefni:

  • 1. Anna Lillý Magnúsdóttir, Erla Svanhvít Guðmundsdóttir & Tinna Elín Knútsdóttir. (2003). Lífsgæði og endurhæfingarþarfir fólks með krabbamein: Forprófun á spurningalista [óútgefin BS ritgerð]. Háskóli Íslands.

 

Reglur um notkun

  • Höfundarréttarvarinn, en ekki ljóst með leyfi. Listinn er á skrá hjá Mapi Trust og rannsakendur geta haft samband við stofnunina með því að stofna sér aðgang á heimasíðu hennar
  • Engar upplýsingar hafa fundist varðandi hæfni- eða menntunarkröfur fyrir notkun

Aðrar útgáfur

  • Cancer Rehabilitation Evaluation System (CARES)
  • Cancer Inventory of Problem Situations (CIPS) – forveri

Síðast uppfært

  • 9/2024