Revised Children‘s Anxiety and Depression Scale (RCADS)

Efnisorð

  • Kvíði
  • Þunglyndi
  • Börn

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – börn 8 til 18 ára. Athuga að matstækið er einnig til í foreldraútgáfu
  • Fjöldi atriða: 47 
  • Metur: Kvíða- og depurðareinkenni barna á sex undirkvörðum: Félagskvíði, Ofsakvíðaröskun, Þunglyndi, Aðskilnaðarkvíði, Almenn kvíðaröskun og Áráttu/þráhyggjuröskun miðað við greiningarskilmerki DSM-IV
  • Svarkostir: Fjögurra punkta fullmerktur raðkvarði frá 0 (aldrei) til 3 (alltaf)
  • Heildarskor: Heildarskor má reikna fyrir matstækið í heild, fyrir undirkvarða og fyrir þá fimm undirkvarða sem meta kvíðaraskanir. Spönn þessara heildarskora fer eftir fjölda atriða en í öllum tilvikum vitnar hærra skor um aukinn kvíða- / depurðareinkenni. Sjá nánar um skorun í notendahandbók matstækisins

Íslensk þýðing

  • Alda Ingibergsdóttir, Erla Margrét Hermannsdóttir, Dagmar Kr. Hannesdóttir, Guðmundur Skarphéðinsson, Guðríður Þóra Gísladóttir, Gyða Haraldsdóttir, Katrín Sif Þór, Sigríður Snorradóttir og Urður Njarðvík – sjá umfjöllun í verkefni Guðríðar Þóru á bls. 491
     

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í nemendaverkefni var innbyrðis fylgni atriða undirkvarða könnuð.1 Í almennu úrtaki barna í 2. til 10. bekk reyndust allir fylgnistuðlar marktækir, en þó voru dæmi um lága fylgni á borð við = 0,14 og 0,17. Í klínísku úrtaki reyndust fæstir fylgni-stuðlana marktækir (einnig dæmi um lága fylgni á borð við = 0,10 og -0,12) – en athuga að það gæti að hluta skýrst af smæð klíníska úrtaksins (n = 23). Í sama almenna úrtaki barna var innri áreiðanleiki heildarskors α = 0,95. Spönn áreiðanleika undirkvarða var α = 0,71 fyrir undirkvarða OCD til 0,84 fyrir undirkvarða félagskvíða og almennrar kvíðaröskunar. Fyrir áreiðanleika eftir kyni og aldri, sjá nánar í verkefni Guðríðar Þóru. 

Áreiðanleiki styttrar 30 atriða útgáfu var kannaður í síðari rannsókn.2 Hann reyndist áþekkur fyrir heildarskor (α = 0,93), en spönn áreiðanleika undirkvarða var þó ívið meiri eða frá α = 0,66 fyrir undirkvarða OCD til 0,84 fyrir undirkvarða almennrar kvíðaröskunar.

Í úrtaki foreldra barna úr almennu þýði hefur innri áreiðanleiki undirkvarða þunglyndis og almennrar kvíðaröskunar mælst α = 0,86 annars vegar3 en 0,85 og 0,84 hins vegar.4 Athuga þó að hér er vísað til foreldraútgáfu matstækisins og upplýsingarnar því aðeins til vísbendingar um áreiðanleika sjálfsmatsútgáfunnar sem hér er til umfjöllunar.

Réttmæti: Meðalskor á upprunalegri útgáfu hefur mælst M = 25,31 (SF = 17,26) í almennu úrtaki barna í 2. til 10. bekk en M = 49,91 (SF = 26,74) í klínísku úrtaki (athuga þó n = 23).1 Samskonar mynstur (þ.e. hærri skor í klínísku úrtaki) sást á undirkvörðum, og allur munur reyndist marktækur.

Samleitni var metin í klíníska úrtakinu.1 Fylgni félagskvíðakvarða RCADS við Félagskvíðakvarða MASC mældist r = 0,69, fylgni þunglyndiskvarða við heildarskor á CDI var 0,89 og fylgni undirkvarða almennrar kvíðaröskunar við Kvíðakvarða MASC var  r = 0,87. Vísbendingar um samleitni undirkvarða aðskilnaðarkvíða og ofsakvíða voru ekki jafn afgerandi. Fylgni heildarkvarða við heildarskor á CDI og MASC var r = 0,88 og 0,86.

Sundurgreining var metin með sama hætti í klíníska úrtakinu.Fylgni undirkvarða RCADS við heildarskor á Autism Spectrum Screening Questionnaire og Ofvirknikvarðanum var í flestum tilvikum lág og neikvæð. Öfugt við það sem búist var við var þó há jákvæð fylgni milli undirkvarða þunglyndis og kvíðakvarða MASC annars vegar og undirkvarða aðskilnaðarkvíða og heildarskors á CDI hins vegar.1

Fylgni undirkvarða við heildarskor í almennu úrtaki var könnuð fyrir upprunalega og stytta útgáfu.2 Hún reyndist á bilinu r = 0,72–0,88 fyrir þá fyrri og 0,71–0,85 fyrir þá síðari. Innbyrðis fylgni undirkvarða var könnuð með sama hætti. Hún var á bilinu r = 0,45–0,71 í upprunalegri útgáfu en 0,34–0,64 í þeirri styttu. Fylgni samsvarandi prófhluta á útgáfunum tveimur (heildarskora og skora á undirkvörðunum sex) var há, eða á bilinu r = 0,89 (undirkvarði ofsakvíða) – 0,98 (undirkvarðar OCD og almennrar kvíðaröskunar). 

Formgerð beggja útgáfa var könnuð með staðfestandi þáttagreiningu.2 Lausn með sex undirþætti gaf ívið betri mátgæði fyrir stytta útgáfu matstækisins heldur en upprunalega (CFI = 0,93 v/s 0,89, TLI = 0,92 v/s 0,88, SRMR og RMSEA í öllum tilvikum í kringum 0,05).2 Þó skal tekið fram að tölulegar niðurstöður eru á mörkum þess að teljast ásættanlegar miðað við hefðbundin viðmið. 

Fyrir ROC greiningu í klíníku úrtaki, sjá verkefni Friðriks Más Ævarssonar (2019).
Fyrir ROC greiningu í klíníku úrtaki barna með ADHD, sjá verkefni Hrundar Jóhannesdóttur (2020).
Fyrir ROC greiningu eftir aldri og kyni í klíníku úrtaki, sjá verkefni Hildar Ýrar Hilmarsdóttur (2021).
Fyrir ROC greiningu á úrtökum frá BUGL annars vegar og Litlu KMS hins vegar, sjá verkefni Elínar Margrétar Ólafsdóttur (2022).
Fyrir samanburð á svarmynstri barna og forráðamanna, sjá verkefni Sögu Sólar Kristínardóttur Karlsdóttur (2023).

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Chorpita, B. F., Yim, L., Moffitt, C., Umemoto, L. A., & Francis, S. E. (2000). Assessment of symptoms of DSM-IV anxiety and depression in children: a revised child anxiety and depression scale. Behaviour Research and Therapy, 38(8), 835–855. https://doi.org/10.1016/s0005-7967(99)00130-8

Próffræðigreinar:

  • 2. Guðríður Þóra Gísladóttir, Urður Njarðvík, Dagmar Kristín Hannesdóttir & Freyr Halldórsson. (2014). Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar þýðingar RCADS. Sálfræðiritið, 19, 71–80. https://iris.rais.is/is/publications/próffræðilegir-eiginleikar-íslenskrar-þýðingar-rcads

Dæmi um birtar greinar:

  • 3. Thorlacius, Ö., & Gudmundsson, E. (2015). Assessment of children's emotional adjustment: construction and validation of a new instrument. Child: Care, Health and Development, 41(5), 762–771. https://doi.org/10.1111/cch.12214
  • 4. Thorlacius, Ö., & Gudmundsson, E. (2019). The effectiveness of the children’s emotional adjustment scale (ceas) in screening for mental health problems in middle childhood. School Mental Health, 11(3), 400–412. https://doi.org/10.1007/s12310-018-9296-x
  • Skarphedinsson, G., & Karlsson, G. K. (2023). The feasibility and efficacy of a group-based, brief transdiagnostic cognitive-behavioral treatment for adolescents with internalizing problems. Child Psychiatry & Human Development, 1–12. https://doi.org/10.1007/s10578-023-01552-7

Nemendaverkefni:

  • 1. Guðríður Þóra Gísladóttir. (2013). Tilfinningalistinn: Mat á próffræðilegum eiginleikum íslenskrar þýðingar Revised Children‘s Anxiety and Depression Scale (RCADS) [MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/15304
  • Sjá tilvísanir að ofan

 

Reglur um notkun

  • Höfundarréttarvarinn og leyfisskyldur – rannsakendur óski eftir leyfi hér
  • Að fengnu leyfi má nálgast íslenska þýðingu hér
  • Athuga að neðst á síðunni má einnig finna íslensk norm bæði fyrir sjálfsmatsútgáfu og foreldraútgáfu. Normin byggja á svörum rúmlega 500 íslenskra barna og unglinga annars vegar og rúmlega 700 foreldra hins vegar
  • Nánari upplýsingar í má finna í notendahandbók listans
  • Ekki er ljóst hvort notkun krefst tiltekinnar hæfni / menntunar

Aðrar útgáfur

  • RCADS-Parents
  • RCADS-30
  • RCADS-25

Síðast uppfært

  • 7/2023