Beck Depression Inventory - Revised (BDI-II)

Efnisorð

  • Þunglyndi

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir og ungmenni frá 13 ára. Má einnig leggja fyrir á viðtalsformi
  • Fjöldi atriða: 21
  • Metur: Tilfinningaleg / hugræn og líkamleg einkenni þunglyndis síðustu tvær vikur. Miðað er við greiningarskilmerki DSM-IV
  • Svarkostir: Sértækir fyrir hvert atriði: t.d. fyrir flokkinn depurð eru svarkostir frá 0 (mér finnst ég ekki vera döpur/dapur) til 3 (ég er svo döpur/dapur og óhamingjusöm/óhamingjusamur að ég held það ekki út) og fyrir flokkinn sjálfsfyrirlitning eru svarkostir frá 0 (ég sé sjálfa/n mig í sama ljósi og áður) til 3 (mig líkar ekki við sjálfa/n mig)
  • Heildarskor: Fæst með því að leggja saman stig allra atriðanna og liggur á bilinu 0–63 þar sem hærra skor vitnar um alvarlegra þunglyndi

Íslensk þýðing

  • Jón Friðrik Sigurðsson og félagar (2008). Athuga að Eiríkur Örn Arnarson þýddi upprunalega útgáfu, BDI
  • Engar nánari upplýsingar fundust um þýðingarferli / hvernig staðið var að þýðingu

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Innri áreiðanleiki í úrtökum nema og einstaklinga með geðrænan vanda hefur mælst α = 0,93.1 Í öðru blönduðu úrtaki kvenna með og án átröskunar mældist α = 0,95 (athuga þó n = 66). Endurprófunaráreiðanleiki í úrtaki nema hefur mælst = 0,891.

Réttmæti: Fylgni við HADS-D í úrtaki nema og einstaklinga með geðrænan vanda hefur mælst r = 0,71, 0,81 við CES-D en á bilinu 0,61–0,65 við matstæki sem meta kvíða og áhyggjur.1 Í öllum tilvikum nema einu reyndist þetta marktækt hærri fylgni.

Staðfestandi þáttagreining var framkvæmd í úrtökum nema og einstaklinga með geðrænan vanda.1 Nokkur líkön voru prófuð í samræmi við eldri rannsóknir (eins þáttar, tveggja þátta tilfinningaleg / líkamleg einkenni v/s hugræn einkenni, tveggja þátta tilfinningaleg / hugræn einkenni v/s líkamleg einkenni, þriggja þátta tilfinningaleg, líkamleg og hugræn einkenni með einum yfirþætti). Besta lausn miðað við CFI, SRMR og RMSEA var í báðum úrtökum þriggja þátta líkan með yfirþætti þar sem fylgni var leyfð milli tveggja atriða sem snúa að þreytu og orkuleysi.

ROC greining í úrtaki einstaklinga með geðrænan vanda sýndi fremur góða aðgreiningu BDI-II milli einstaklinga með og án þunglyndisgreiningar samkvæmt MINI, AUC = 0,87.1 Bestar niðurstöður gaf þröskuldsgildið 20/21 með næmi = 0,82 og sértækni = 0,75.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Beck, A. T., Steer, R. A., & Brown, G. K. (1996). Manual for the Beck Depression Inventory-II. Psychological Corporation

Próffræðilegar greinar:

  • 1. Arnarson, Þ.Ö., Ólason, D. Þ., Smári, J., & Sigurðsson, J. F. (2008). The Beck Depression Inventory Second Edition (BDI-II): Psychometric properties in Icelandic student and patient populations. Nordic Journal of Psychiatry, 62(5), 360–365. https://doi.org/10.1080/08039480801962681

Dæmi um birtar greinar:

  • 2. Sigurlaug María Jónsdóttir, Guðlaug Þorsteinsdóttir & Jakob Smári. (2005). Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar gerðar Bulimia Text-Revised (BULIT-R) prófsins. Læknablaðið, 91(12), 923–928. https://www.hirsla.lsh.is/handle/2336/7661
  • Guðmundsdóttir, H. B., Ólason, D. Þ., Guðmundsdóttir, D. G., & Sigurðsson, J. F. (2014). A psychometric evaluation of the Icelandic version of the WHO-5. Scandinavian Journal of Psychology, 55, 567– 572. https://doi.org/10.1111/sjop.12156
  • Kristjánsdóttir, H., Sigurðsson, B. H., Salkovskis, P., Ólason, D., Sigurdsson, E., Evans, C., Gylfadóttir, E. D., & Sigurðsson, J. F. (2015). Evaluation of the psychometric properties of the Icelandic version of the Clinical Outcomes in Routine Evaluation-Outcome Measure, its transdiagnostic utility and cross-cultural validation. Clinical Psychology & Psychotherapy, 22(1), 64–74. https://doi.org/10.1002/cpp.1874

Nemendaverkefni:

  • Bára Sif Ómarsdóttir. (2017). Adults referred to the ADHD clinic in Iceland : clinical characteristics [óútgefin MSc ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/28677
  • Ástrós Saga Erludóttir. (2021). Risk factors for depressive symptoms in patients with epilepsy [óútgefin BA ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/39078
  • Elín María Árnadóttir. (2023). Endurtekin segulörvun á heila við meðferðarþráu og langvinnu þunglyndi. Uppgjör á árangri meðferðarinnar fyrstu 15 mánuðina á Heilaörvunarmiðstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins 2022-2023 [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/44258

 

Reglur um notkun

  • Leyfisskylt – sjá nánar hér
  • Athuga að gengið er út frá því að sá / sú sem notar listann hafi viðeigandi bakgrunn / menntun, sjá hér. Athuga einnig að fyrirlögn á viðtalsformi krefst þjálfunar

Aðrar útgáfur

  • BDI

Síðast uppfært

  • 9/2024