Edinburgh Handedness Inventory (EHI)

Efnisorð

  • Ríkjandi hönd

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat / Áhorfslisti – fullorðnir
  • Fjöldi atriða: 10
  • Metur: Ríkjandi hönd (e. handedness eða laterality), þ.e. hversu rétthent eða örvhent fólk sé. Hægt er að leggja listann fyrir sem sjálfsmat eða nota hann sem áhorfslista þar sem matsmaður fylgist með einstakling framkvæma ýmis verk og skráir hvor höndin sé notuð. Í lok listans eru tvö auka atriði sem meta annars vegar hvort hægri eða vinstri fótur sé ríkjandi hjá svarandanum og hins vegar hvort hægra eða vinstra auga sé ríkjandi
  • Svarkostir: Hvert atriði hefur tvo svarreiti, vinstri og hægri. Svarandinn gefur til kynna hvora höndina hann notar við tiltekin verk með því að merkja með „+“ í annan hvorn svarreitinn. Ef svarandi kýs alltaf að nota aðra höndina (þ.e., myndi aldrei nota hina nema tilneyddur) skal merkja „++“ í svarreit ríkjandi handarinnar. Merkja skal „+“ í báða svarreiti í þeim tilfellum þar sem báðar hendur eru notaðar til jafns
  • Heildarskor: Fæst með eftirfarandi formúlu, (H–V) / (H+V) * 100, þar sem H og V vísa til heildarfjölda „+“ merkja í hægri og vinstri svarreitum. Heildarskorið er kallað laterality quotient og liggur á bilinu -100 (örvhent/ur) til 100 (rétthent/ur)

Íslensk þýðing

  • Heiða María Sigurðardóttir þýddi 
  • Þýðingarferlið var ekki staðlað

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Ekkert fannst.
Réttmæti: Ekkert fannst.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Oldfield, R. C. (1971). The assessment and analysis of handedness: The Edinburgh Inventory. Neuropsychologia, 9(1), 97–113. https://doi.org/10.1016/0028-3932(71)90067-4

Próffræðigreinar:

  • Ekkert fannst

Dæmi um birtar greinar:

  • Klinke, M. E., Zahavi, D., Hjaltason, H., Thorsteinsson, B., & Jónsdóttir, H. (2015). “Getting the left right” The experience of hemispatial neglect after stroke. Qualitative Health Research, 25(12), 1623–1636. http://doi.org/10.1177/1049732314566328
  • Kline, M. E., Hjaltason, H., Hafsteinsdóttir, T. B., & Jónsdóttir, H. (2016). Spatial neglect in stroke patients after discharge from rehabilitation to own home: a mixed method study. Disability and Rehabilitation, 38(25), 2429–2444. https://doi.org/10.3109/09638288.2015.1130176
  • Klinke, M. E., Hjaltason, H., Tryggvadóttir, G. B., & Jónsdóttir, H. (2018). Hemispatial neglect following right hemisphere stroke: clinical course and sensitivity of diagnostic tasks. Topics in Stroke Rehabilitation, 25(2), 120–130. https://doi.org/10.1080/10749357.2017.1394632

Nemendaverkefni:

  • Elín Ástrós Þórarinsdóttir & Hilda Björk Daníelsdóttir. (2015). The role of visual processing in reading ability and disability: Can dyslexia be partially traced to a deficit in statistical learning? [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/20852

 

Reglur um notkun

  • Ekki ljóst með höfundarrétt, en í opnum aðgangi – sjá matstækið hér
  • Ekki er vitað til þess að notkun krefjist formlegrar menntunar eða hæfni

Aðrar útgáfur

Síðast uppfært

  • 5/2024