Oral Health Impact Profile (OHIP-49)

Efnisorð

  • Munnheilsa
  • Lífsgæði

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmatslisti – fullorðnir
  • Fjöldi atriða: 49
  • Metur: Áhrif munnheilsu á lífsgæði á sjö undirkvörðum miðað við síðustu 12 mánuði: Færniskerðing (9 atriði), Líkamleg óþægindi (9 atriði), Sálræn óþægindi (5 atriði), Líkamlegar hömlur (9 atriði), Sálrænar hömlur (6 atriði), Félagsleg skerðing (5 atriði) og Höft eða fötlun (6 atriði)
  • Svarkostir: Raðkvarði með fimm fullmerktum svarkostum frá 4 (mjög oft) til 0 (aldrei)
  • Heildarskor: Fæst með því að leggja saman stig allra atriðanna og liggur á bilinu 0 til 196 þar sem hærra skor vitnar um verri lífsgæði vegna tannheilsu. Skor fyrir hvern undirkvarða eru reiknuð með sama hætti og liggja þá á bilinu 0 til 20, 24 eða 36

Íslensk þýðing

  • Aðalheiður Svana Sigurðardóttir og Inga B. Árnadóttir þýddu. Nánari upplýsingar um þýðingu má finna í kafla 5.3.4 í meistaraverkefni Aðalheiðar1

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Ekkert fannst.
Réttmæti: Ekkert fannst.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild

  • Slade, G. D. & Spencer, A. J. (1994). Development and evaluation of the Oral Health Impact Profile. Community Dental Health, 11(1), 3–11.

Próffræðigreinar:

  • Ekkert fannst

Dæmi um birtar greinar:

  • Sigurðardóttir, A. S., & Árnadóttir, I. B. (2014). Þversniðsrannsókn á sambandi munnheilsu og lífsgæða meðal íbúa á dvalarheimili. Tannlæknablaðið, 32, 20–26. https://www.hirsla.lsh.is/handle/2336/344269

Nemendaverkefni:

  • 1. Aðalheiður Svana Siguðardóttir. (2014). Tannheilsa aldraðra og lífsgæði á stofnunum [óútgefin MPH ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/18630
  • Aðalheiður Svana Sigurðardóttir. (2022). Geriatric oral health. Quality of life and oral care in Icelandic nursing homes [doktorsritgerð]. Opin vísindi. https://opinvisindi.is/handle/20.500.11815/3260

 

Reglur um notkun

  • Ekki ljóst

Aðrar útgáfur

  • OHIP-14

Síðast uppfært

  • 5/2024