International Hip Outcome Tool (iHOT-12)
Efnisorð
- Athafnageta
- Einkenni í mjöðm
- Færniskerðing
- Heilsutengd lífsgæði
Stutt lýsing
- Tegund: Sjálfsmat – líkamlega virkt fullorðið fólk með einkenni í mjöðm
- Fjöldi atriða: 12
- Metur: Heilsutengd lífsgæði (einkenni, verkir, færniskerðing) hjá fólki með einkenni / vandamál í mjöðm. Miðað er við síðastliðinn mánuð
- Svarkostir: Sjónræn svarstika (e. visual analog scale) frá 0 til 100 með breytilegum orðagildum til endanna
- Heildarskor: Heildarskor fást með því að taka meðaltal stiga á atriðum. Þau eru því á bilinu 0 til 100 þar sem hærra skor vitnar um minni einkenni / vandamál (jákvæðari útkomu)
Íslensk þýðing
- Jón Helgi Ingvarsson o.fl. (2020) þýddu úr ensku og bakþýddu, sjá nánar um ferlið í grein þeirra bls.17
Próffræðilegir eiginleikar
Áreiðanleiki: Í blönduðu úrtaki einstaklinga á breiðu aldursbili reyndist innri áreiðanleiki α = 0,93, sem sagt var í samræmi við rannsóknir erlendis.1 Endurprófunaráreiðanleiki í hluta úrtaks mældist ICC 3.1 = 0,92 (95% ÖB = 0,88-0,95), ýmist eins, ívið lægri eða hærri en sést hefur erlendis. Fyrir umræðu um staðalvillu mælinga og minnsta mælanlega mun, sjá grein Jóns o.fl.
Réttmæti: Tengsl heildarskors iHOT-12 við sjálfsmat á verk (1 spurning, 0 til 100 þar sem hærra skor vitnar um meiri verk) og skor á EQ-5D-5L voru metin með Spearman fylgni í sama úrtaki.1 Sterk neikvæð fylgni reyndist við verkjaspurningu og þrjár spurningar EQ-5D-5L, rrho á bilinu –0,71 til –0,75. Meðalsterk eða sterk fylgni reyndist milli heildarskors á iHOT-12 og undirþátta HAGOS, rrho á bilinu 0,55 og 0,85. Þessar niðurstöður voru sagðar í samræmi við væntingar rannsakenda og þóttu gefa sterkar vísbendingar um réttmæti listans.
Heimildir
Upprunaleg heimild:
- Mohtadi, N. G., Griffin, D. R., Pedersen, M. E., Chan, D., Safran, M. R., Parsons, N., Sekiya, J. K., Kelly, B. T., Werle, J. R., Leunig, M., McCarthy, J. C., Martin, H. D., Byrd, J. W., Philippon, M. J., Martin, R. L., Guanche, C. A., Clohisy, J. C., Sampson, T. G., Kocher, M. S., Larson, C. M., … Multicenter Arthroscopy of the Hip Outcomes Research Network (2012). The Development and validation of a self-administered quality-of-life outcome measure for young, active patients with symptomatic hip disease: the International Hip Outcome Tool (iHOT-33). Arthroscopy : the journal of arthroscopic & related surgery : official publication of the Arthroscopy Association of North America and the International Arthroscopy Association, 28(5), 595–10.e1. https://doi.org/10.1016/j.arthro.2012.03.013
- Griffin, D. R., Parsons, N., Mohtadi, N. G., Safran, M. R., & Multicenter Arthroscopy of the Hip Outcomes Research Network (2012). A short version of the International Hip Outcome Tool (iHOT-12) for use in routine clinical practice. Arthroscopy : the journal of arthroscopic & related surgery : official publication of the Arthroscopy Association of North America and the International Arthroscopy Association, 28(5), 611–618. https://doi.org/10.1016/j.arthro.2012.02.027
Próffræðigreinar:
- 1. Jón Helgi Ingvarsson, Smári Hrafnsson, Páll Sigurgeir Jónasson, Árni Árnason & Kristín Briem. (2022). Staðlaðir spurningalistar til mats á einkennum og færni í mjöðm og nára; Áreiðanleiki og réttmæti íslenskrar útgáfu. Sjúkraþjálfarinn, 50(2), 24–29. https://www.sjukrathjalfun.is/rit/2022-02/#page/24
Dæmi um birtar greinar:
- Ekkert fannst utan próffræðigreinar að ofan
Nemendaverkefni:
- Smári Hrafnsson. (2019). iHOT-12 og HAGOS spurningalistar: Réttmæti íslenskrar þýðingar [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/34289
- Jón Helgi Ingvarsson. (2022). HOT-12 og HAGOS spurningalistar við mat á einkennum og færni í mjöðm og nára [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/40564
Reglur um notkun
- Ekki ljóst með höfundarrétt, en í opnum aðgangi – sjá hér
- Ekki er vitað til þess að fyrirlögn krefjist sérstakrar hæfni / þjálfunar
Aðrar útgáfur
- iHOT-33
Síðast uppfært
- 8/2024