Penn State Worry Questionnaire (PSWQ)

Efnisorð

  • Áhyggjur
  • Streita

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir
  • Fjöldi atriða: 16
  • Metur: Streitu og tilhneigingu til þess að hafa áhyggjur. Viðmiðunartími er ótilgreindur
  • Svarkostir: Fimm punkta raðkvarði frá 1 (alls ekki dæmigert) til 5 (mjög dæmigert)
  • Heildarskor: Heildarskor eru á bilinu 16–80 þar sem hærri skor vitna um ríkari tilhneigingu til þess að hafa áhyggjur

Íslensk þýðing

  • Jakob Smári og Drífa Jónsdóttir
  • Engar nánari upplýsingar fundust um þýðingarferli / hvernig staðið var að þýðingu

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í hentugleikaúrtaki reyndist innri áreiðanleiki α = 0,93.1 Eitt atriði reyndist hafa neikvæða fylgni við heildarskor, og alfastuðull listans í heild reyndist hækka þegar það var fjarlægt. Vandkvæðin við það atriði gætu hafa haft að gera með orðalag – sjá umfjöllun undir réttmæti. Í úrtaki háskólanema mældist α = 0,92.2 Í úrtaki einstaklinga með almenna kvíðaröskun hefur innri áreiðanleiki verið metinn en ekki er ljóst af lestri greinar hver hann var – aðeins er talað um áreiðanleika matstækja sem notuð voru (PSWQ þar á meðal) á bilinu 0,82–0,93.3

Réttmæti: Í sama hentugleikaúrtaki benti leitandi þáttagreining til eins-þáttar áhyggja með þáttahleðslur á bilinu 0,55 til 0,87.1 Ítarviðtöl í sex manna hentugleikaúrtaki (fimm konur) bentu ekki til vandamála við atriði listans, að undanskildum tilvikum þar sem fram kom tvöföld neitun (t.d. Ef ég hef ekki nægan tíma til að gera allt, hef ég ekki áhyggjur af því). Einn þátttakandi benti á að orðagildið dæmigert í svarkvarða hefði óljósa merkingu.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Meyer, T. J., Miller, M. L., Metzger, R. L., & Borkovec, T. D. (1990). Development and validation of the Penn State Worry Questionnaire. Behaviour Research and Therapy, 28(6), 487–495. https://doi.org/10.1016/0005-7967(90)90135-6

Próffræðigreinar:

  • Ekkert fannst

Dæmi um birtar greinar:

  • 3. Kristjánsdóttir, H., Sigurðsson, B. H., Salkovskis, P., Sigurðsson, E., Sighvatsson, M. B., & Sigurðsson, J. F. (2019). Effects of a brief transdiagnostic cognitive behavioural group therapy on disorder specific symptoms. Behavioural and Cognitive Psychotherapy, 47(1), 1–15. https://doi.org/10.1017/S1352465818000450
  • 2. Eysteinsson, I., Gustavsson, S. M., & Sigurdsson, J. F. (2022). Prevalence estimates of depression and anxiety disorders among Icelandic University students when taking functional impairment into account. Nordic Psychology, 74(2), 102–113. https://doi.org/10.1080/19012276.2021.1914147

Nemendaverkefni:

  • 1. Emma Elísa Evudóttir. (2021). Réttmætisathugun á íslensku þýðingu HEXACO-60 persónuleikaprófsins og Penn State áhyggjuspurningalistans [óútgefin BA ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/39087
  • Kamilla Brá Ómarsdóttir. (2022). Anxiety and decision making : on the relationship between anxiety and acquiescence to intuition [óútgefin BA ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/41962

 

Reglur um notkun

  • Í opnum aðgangi – sjá matstækið hér, fengið úr Prófabanka Sálfræðingafélagsins
  • Engar upplýsingar hafa fundist varðandi formlegar hæfni- eða menntunarkröfur fyrir notkun

Aðrar útgáfur

  • Ekkert fannst

Síðast uppfært

  • 12/2023