Knee Outcome Survey Activities of Daily Living Scale (KOS-ADLS)
Efnisorð
- Einkenni í hné og færniskerðing
Stutt lýsing
- Tegund: Sjálfsmat – ungmenni og fullorðnir með sjúkdóm í eða áverka á hné
- Fjöldi atriða: 14
- Metur: Einkenni í hné og færniskerðing – 6 atriði meta einkennaþátt og 8 meta færniþátt
- Svarkostir: Frá 0 (verst) til 5 (best)
- Heildarskor: Heildarskor eru á bilinu 0–70, oftast sett fram sem hlutfall á á bilinu 0–1 með því að deila heildarskori með því hæsta mögulega, þ.e. 70. Hærra skor (hlutfall) gefur til kynna minni einkenni og aukna færni. Sjá nánar hér
Íslensk þýðing
- Kristín Briem
- Engar nánari upplýsingar fundust um þýðingarferli / hvernig staðið var að þýðingu
Próffræðilegir eiginleikar
Áreiðanleiki: Í hópi einstaklinga með einkenni sem ekki höfðu leitað sér meðferðar reyndist endurprófunaráreiðanleiki undirkvarða og heildarskors á bilinu r = 0,91–0,95.1 Innri áreiðanleiki kvarðanna var á bilinu α = 0,84–0,94.
Réttmæti: Í hópi einstaklinga í meðferð við hnjákvillum reyndist fylgni milli hækkandi skora á undirþáttum KOS-ADLS, lækkandi skora á verkjaupplifun, hækkaðs skors á mati á eigin færni og bætingar á TUG-færniprófi.1 Allsterk jákvæð fylgni mældist á milli einkennaþáttar kvarðans og verkjaskors á VAS en sterk neikvæð fylgni milli heildarskors og verkja samkvæmt VAS (hærra skor á KOS – lægra skor á VAS og öfugt). Önnur fylgni við viðmiðsmælingar var í þá átt sem búist var við, sjá nánar í grein Kristínar (heimild að neðan).
Heimildir
Upprunaleg heimild:
- Irrgang, J. J., Snyder-Mackler, L., Wainner, R. S., Fu, F. H., & Harner, C. D. (1998). Development of a patient-reported measure of function of the knee. Journal of Bone & Joint Surgery, 80(8),1132–1145. https://www.prismsports.org/UserFiles/file/KOS-ADL-PDFandScoring.pdf
Próffræðigreinar:
- 1. Kristín Briem. (2014). Réttmæti og áreiðanleiki íslenskrar þýðingar KOS-ADLS - mat á einkennum og færni í hné. Sjúkraþjálfarinn, 41(2),5–10. https://www.sjukrathjalfun.is/media/sjukrathjalfarinn-pdf/Sjukrathjalfarinn-2014-2.pdf
Dæmi um birtar greinar:
- Hálfdánardóttir, F., Ingvarsson, Þ., & Briem, K. (2015). Proximal effects of unloader bracing for medial knee osteoarthritis. Osteoarthritis and Cartilage, 23(2), A366–A367. https://doi.org/10.1016/j.joca.2015.02.676
Nemendaverkefni:
- Arna Mekkín Ragnarsdóttir & Sigurvin Ingi Árnason. (2013). Vöðvavirkni aftanlærisvöðva hjá íþróttakonum eftir fremra krossbandsslit. Vöðvarafritsmæling rannsóknar- og samanburðarhóps við framkvæmd triple crossover hop for distance stökkprófs [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/15168
Reglur um notkun
- Ekki ljóst með höfundarrétt en í opnum aðgangi – frekari upplýsingar um aðgang veitir Félag sjúkraþjálfara sem hefur listann undir höndum, sjukrathjalfun@bhm.is
- Notkun krefst ekki sérstakrar hæfni / menntunar
Aðrar útgáfur
- Ekkert fannst
Síðast uppfært
- 8/2024