Nurse Competence Scale (NCS)

Efnisorð

  • Hæfni
  • Hjúkrunarfræðingar

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – hjúkrunarfræðingar
  • Fjöldi atriða: 73
  • Metur: Hæfni hjúkrunarfræðinga á sjö sviðum: Umönnunarhlutverk (7 atriði), Kennslu- og leiðbeinandahlutverk (16 atriði), Greiningarhlutverk (7 atriði), Stjórnun í aðstæðum (8 atriði), Hjúkrunaríhlutanir (10 atriði), Trygging gæða (6 atriði), Starfshlutverk (19 atriði)
  • Svarkostir: Hverju atriði er svarað á tveimur mismunandi svarkvörðum. Fyrst metur svarandinn hæfni sýna í því sem spurt er um með sjónkvarða (e. visual analog scale) frá 0 (mjög lítil hæfni) til 100 (mjög mikil hæfni) (athugið að stundum er notast við stig á bilinu 0 til 10 en í upprunalegri heimild listans er talað um 0 til 100). Næst metur svarandinn hversu oft hann framkvæmir það sem spurt er um í atriðinu: 0 (á ekki við), 1 (mjög sjaldan), 2 (öðru hvoru) og 3 (mjög oft)
  • Heildarskor: Mat á heildarhæfni (sjónkvarði) fæst með því að reikna meðaltal stiga allra atriðanna. Mat á hæfni á hverju sviði fæst með sama hætti, þ.e. reiknað er meðaltal stiga atriðanna sem tilheyra hverju hæfnissviði. Meðaltöl eru einnig reiknuð til að fá mat á tíðni framkvæmdar á hverju hæfnissviði og yfir öll sviðin.

Íslensk þýðing

  • Upplýsingar um þýðingu og forprófun íslenskrar útgáfu NCS má finna á bls. 33 í MS ritgerð Dóru Björnsdóttur3

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í úrtaki hjúkrunarfræðinga sem sinna bráðaþjónustu á landsbyggðinni var innri áreiðaleiki hæfnisviðanna á bilinu α = 0,76 (Umönnunarhlutverk) til α = 0,95 (Kennslu- og leiðbeinandahlutverk).1 Í úrtaki hjúkrunarfræðinga á skurðlækningasviði Landspítala var innri áreiðanleiki hæfnissviðanna á bilinu α = 0,72 (Ummönnun) til α = 0,89 (Starfshlutverk).2 Í sama úrtaki var áreiðanleiki fyrir heildarhæfni α = 0,97. Í nemendaverkefni hefur innri áreiðanleiki sjónkvarðans (mat á hæfni á hverju sviði) í úrtaki hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku Landspítala verið á bilinu α = 0,79 (Trygging gæða) til α = 0,92 (Kennslu- og leiðbeinandahlutverk).3 Í sama verkefni var innri áreiðanleiki fyrir heildarhæfni α = 0,98.  
Réttmæti: Ekkert fannst.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Meretoja, R., Isoaho, H., & Leino-Kilpi, H. (2004). Nurse Competence Scale: Development and psychometric testing. Journal of Advanced Nursing, 47(2), 124–133. https://doi.org/10.1111/j.1365-2648.2004.03071.x

Próffræðigreinar:

  • Ekkert fannst

Dæmi um birtar greinar:

  • 1. Kristjánsdóttir, Í. & Sveinsdóttir, H. (2018). Mat hjúkrunarfræðinga sem sjá um bráðatilvik á landsbyggðinni á eigin hæfni: Lýsandi þversniðsrannsókn. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 94(1), 77–85. https://www.hirsla.lsh.is/handle/2336/620816
  • 2. Ingadóttir, B., Thorsteinsson, H. S., Sveinsdóttir, H., & Blöndal, K. (2019). Mat hjúkrunarfræðinga á skurðlækningasviði Landspítala á eigin hæfni — Lýsandi þversniðsrannsókn. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 95(3), 96–105. https://www.hirsla.lsh.is/handle/2336/621301
  • Kukkonen, P., Koskinen, S., Fatkulina, N., Fuster, P., Lehwaldt, D., Löyttyniemi, E., ... & Leino-Kilpi, H. (2023). Nurse managers’ assessments about nursing education and work life's competence demands: A European multi-country cross-sectional survey. Nordic Journal of Nursing Research, 43(1), 20571585221135304. https://doi.org/10.1177/205715852211353

Nemendaverkefni:

  • 3. Dóra Björnsdóttir. (2015). Mat hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku Landspítala á eigin hæfni [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/23290
  • Íris Kristjánsdóttir. (2016). Sjálfsmat á hæfni hjúkrunarfræðinga sem sjá um bráðatilvik á landsbyggðinni. Lýsandi þversniðsrannsókn [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/25102

 

Reglur um notkun

  • Leyfisskyldur og höfundarréttarvarinn. Umsjón með dreifingu hefur Mapi Research Trust – með því að búa til aðgang á heimasíðu þeirra geta rannsakendur óskað eftir íslenskri þýðingu  

Aðrar útgáfur

  • Ekkert fannst

Síðast uppfært

  • 4/2024