
Funda- og viðburðaröðin Heilsan okkar er hugsuð sem samtal almennings, fagfólks og fræðafólks um heilsutengd málefni og verða viðburðir öllum opnir og þeim verður einnig streymt beint á netinu. Einnig verður hægt að horfa á fundina eftir á á þessari síðu.
Stefnt er að því að halda einn viðburð eða fund undir heitinu Heilsan okkar í hverjum mánuði. Hver fundur er um 90 mínútur og er alltaf í hádeginu. Á hverjum fundi verða þrjú til fjögur innlegg frá vísindafólki, heilbrigðisstarfsfólki og notendum ýmissar þjónustu. Þá reynum við að fanga og ræða misvísandi upplýsingar eða annað áhugavert umræðuefni sem tengjast efni hvers fundar. Tekið er við fyrirspurnum úr sal og svo fara fram umræður að loknum erindum.
Heilsan okkar fer almennt fram síðasta föstudag í hverjum mánuði kl. 11.30-13.00 en þó verður dagsetningum eitthvað hnikað til vegna frídaga eða annarra viðburða sem gætu skarast á við fundaröðina, svo fylgist með dagskrá hvers mánaðar á hi.is eða hér neðar á þessari síðu.