""

Funda- og viðburðaröðin Heilsan okkar er hugsuð sem samtal almennings, fagfólks og fræðafólks um heilsutengd málefni og verða viðburðir öllum opnir og þeim verður einnig streymt beint á netinu. Einnig verður hægt að horfa á fundina eftir á á þessari síðu.

Stefnt er að því að halda einn viðburð eða fund undir heitinu Heilsan okkar í hverjum mánuði. Hver fundur er um 90 mínútur og er alltaf í hádeginu. Á hverjum fundi verða þrjú til fjögur innlegg frá vísindafólki, heilbrigðisstarfsfólki og notendum ýmissar þjónustu. Þá reynum við að fanga og ræða misvísandi upplýsingar eða annað áhugavert umræðuefni sem tengjast efni hvers fundar. Tekið er við fyrirspurnum úr sal og svo fara fram umræður að loknum erindum.

Heilsan okkar fer almennt fram síðasta föstudag í hverjum mánuði kl. 11.30-13.00 en þó verður dagsetningum eitthvað hnikað til vegna frídaga eða annarra viðburða sem gætu skarast á við fundaröðina, svo fylgist með dagskrá hvers mánaðar á hi.is eða hér neðar á þessari síðu.

Fundirnir Fundirnir

Líðan barna og unglinga hefur verið mikið í umræðunni undanfarið og því hefur oft verið haldið fram að geðheilsu íslenskra ungmenna fari hrakandi. Á þessum fundi í fundaröðinni Heilsan okkar verður fjallað um nýjustu kannanir á líðan íslenskra unglinga, skipulag og nýtingu geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi síðustu misseri, lyfjanotkun og sjálfsvíg, auk þess sem farið verður yfir raunprófaðar forvarnir og foreldrum gefin hagnýt ráð.

Hlekkur á streymi: https://vimeo.com/event/5019651

Dagskrá:

Þórhildur Halldórsdóttir, dósent, Sálfræðideild HR - Andleg heilsa ungmenna fyrir og eftir heimsfaraldur.

Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir, Geðheilsumiðstöð barna- Geðheilbrigðisþjónusta fyrir börn og unglinga á Íslandi í dag, áskoranir og framtíðarsýn.

Bertrand Andre Marc Lauth, dósent, Læknadeild HÍ - Geðlyfjanotkun, sjálfsvígshegðun, skólaforðun og aðrir geðheilbrigðisvísar hjá börnum og unglingum.

Urður Njarðvík, prófessor, Sálfræðideild HÍ - Geðheilsa barna og unglinga: Árangursríkar forvarnir og hagnýt ráð fyrir foreldra.

Um Heilsuna okkar
Funda- og viðburðaröðin Heilsan okkar er hugsuð sem samtal almennings, fagfólks og fræðafólks um heilsutengd málefni og verða viðburðir öllum opnir og þeim verður einnig streymt beint á netinu.

 

 
 

Fimm ár eru nú liðin síðan faraldurinn sem fylgdi COVID-19 barst til Íslands og hafði heilmiklar afleiðingar fyrir íslenskt samfélag. Opinn fundur í Hátíðasal í Aðalbyggingu Háskóla Íslands föstudaginn 28. febrúar kl. 11.30-13.00.

Heimsfaraldur COVID-19 hafði gríðarleg áhrif á heilsu, mannlíf  og efnahag á alþjóðavísu. Ísland fór ekki varhluta af þessum áhrifum en í alþjóðlegum samanburði voru sóttvarnarráðstafanir sem gripið var til hérlendis þó hófstilltar og árangursmat á heilsufarsáhrifum á þjóðina eins og best gerist á heimsvísu. Þrátt fyrir þetta eru enn uppi gagnrýnisraddir um viðbrögð íslenskra yfirvalda við faraldrinum og skaðsemi bóluefna við COVID-19.

Nú þegar fimm ár eru liðin frá upphafi heimsfaraldursins á Íslandi er mikilvægt að fara yfir þessa atburðarás, rýna gögnin og draga af þeim lærdóm sem nýta má í viðbrögðum stjórnvalda við komandi heimsfaröldrum.

Umsjón hafa Unnur Anna Valdimarsdóttir og Runólfur Pálsson.

Hlekkur á upptöku frá fundinum: https://vimeo.com/1059669990?share=copy#t=0

Dagskrá:

  • Guðrún Aspelund, sóttvarnarlæknir og starfandi landlæknir:  Faraldurinn og sóttvarnarráðstafanir í alþjóðlegum samanburði
  • Runólfur Pálsson, prófessor HÍ og forstjóri Landspítala: Viðbrögð heilbrigðisþjónustunnar og Landspítala
  • Unnur A. Valdimarsdóttir, prófessor: Hvernig leið þjóðinni?
  • Magnús Gottfreðsson, smitsjúkdómalæknir og prófessor: Hvað segja rannsóknirnar um öryggi mRNA bóluefna við COVID-19?
  • Thor Aspelund, prófessor HÍ: Lýðheilsa; hvernig stendur Ísland í alþjóðlegum samanburði?

Fundarstjóri: Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra 

Fyrsti fundurinn var í Veröld – húsi Vigdísar, föstudaginn 31. janúar nk., kl 11.30. Þá var leitað svara við spurningunni: „Er aukin kjöt- og próteinneysla leið að bættri heilsu?“

Vísbendingar eru um að ákveðnir hópar í samfélaginu neyti í auknu mæli fæðutegunda sem innihalda mikið prótein, t.d. kjötmetis, á kostnað grænmetis, ávaxta og trefja/kornmetis sem er ekki í samræmi við næringarviðmið embættis landlæknis. Fjallað verður um mögulegar ástæður sem liggja að baki breyttra fæðuvenja hér á landi og hvað rannsóknir segja um ágæti „próteinbyltingarinnar“ hvað varðar heilsufar til lengri tíma. 

Umsjón og ritstjórn með þessum fyrsta fundi í fundaröðinni höfðu Jóhanna Eyrún Torfadóttir og Thor Aspelund.

Hlekkur á upptöku frá fundinum https://vimeo.com/1051054086?share=copy#t=0

Dagskrá

Fundarstjóri: Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis 

  • Jóhanna Eyrún Torfadóttir, lektor í lýðheilsuvísindum – Er þróun mataræðis Íslandi á skjön við alþjóðlegar næringarráðleggingar?
  • Bryndís Eva Birgisdóttir, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild/Steina Gunnarsdóttir, doktorsnemi – Hver eru áhrif gjörunninna kjötvara á heilsu og kolefnisfótspor Íslendinga?
  • Kristján Þór Gunnarsson, læknir -  Þurfa skjólstæðingar heilbrigðiskerfisins einstaklingsmiðaða mataræðisráðgjöf?
  • Ólafur Skúli Indriðason, sérfræðingur í nýrnalækningum – Hvaða áhrif hefur próteinneysla á einstaklinga með skerta nýrnastarfsemi?
  • Geir Gunnar Markússon, næringarfræðingur á Heilsustofnun NLFÍ – Næringarráðleggingar fyrir lífstíð, mataræði án öfga
  • Thor Aspelund, prófessor í lýðheilsuvísindum – Hvaða áhrif hafa öfgar í neyslu kjöts og annarrar próteinríkrar fæðu á heilsufar?

 

 
 
Myndir frá fundinum 31. janúar 2025
Myndir frá fundinum 28. febrúar 2025
Myndir frá fundinum 28. mars 2025
Deila