Próffræðistofa Heilbrigðisvísindastofnunar
Próffræðistofa Heilbrigðisvísindastofnunar
Próffræðistofa Heilbrigðisvísindastofnunar veitir akademísku starfsfólki og framhaldsnemum við Heilbrigðisvísindasvið ráðgjöf varðandi notkun matstækja í rannsóknum, s.s. sjálfsmatskvarða og hverslags spurningalista. Meðal þjónustu sem boðið er upp á er ráðgjöf við hönnun matstækja, þýðingu, fyrirlögn, forprófun og mat á próffræðilegum eiginleikum.
Vaka Vésteinsdóttir, forstjóri Próffræðistofu
Aðsetur: Nýi garður
vakave@hi.is
Sigurbjörg Björnsdóttir, verkefnastjóri á Próffræðistofu
Aðsetur: Læknagarður
sigur@hi.is
Kristín Hulda Kristófersdóttir, sérfræðingur á Próffræðistofu
Aðsetur: Nýi Garður / Læknagarður
kristinhk@hi.is
- Aðstoð við upplýsingaöflun um matstæki
- Aðstoð við val á matstækjum
- Aðstoð við þýðingu matstækja
- Aðstoð við hönnun nýrra matstækja / matsatriða
- Aðstoð við uppsetningu matstækja á netinu
- Ráðleggingar varðandi fyrirlögn matstækja
- Aðstoð við forprófun matstækja (t.d. með ítarviðtölum)
- Aðstoð við mat á áreiðanleika og réttmæti
- O.fl.
Fyrirspurnum er svarað á phvs@hi.is og tíma í ráðgjöf má bóka á bókunarsíðu Próffræðistofu
Próffræðistofa heldur mánaðarlegar kynningar þar sem tekin eru fyrir efni á hennar sérsviði. Kynningunum, sem eru öllum opnar, er ætlað að koma stofunni og starfsemi hennar á framfæri sem og að veita fræðslu um dæmigerð viðfangsefni hennar, t.d. aðferðafræði sjálfsmats, mat á próffræðilegum eiginleikum og þýðingar á matstækjum. Kynningar eru auglýstar með a.m.k. viku fyrirvara. Hægt að senda inn óskir um erindi á phvs@hi.is.
Hér má nálgast fyrri kynningar:
7.september 2022: Kynning á starfsemi Próffræðistofu
22.nóvember 2022: Flækjustig við notkun sjálfsmats (e.self-report), glærur og fyrirlestur
- Panellinn er samstarfsverkefni Próffræðistofu og Rannsóknarseturs í aðferðafræði við Sálfræðideild Háskóla Íslands (RAHÍ). Panelinn samanstendur af einstaklingum sem valdir voru af handahófi úr Þjóðskrá. Hann er ætlaður fyrir aðferðafræðilegar rannsóknir á matstækjum, s.s. forprófanir og mat á próffræðilegum eiginleikum. Allir rannsakendur innan sviðsins sem hyggja á þess lags rannsóknir geta sótt um afnot af panelnum. Árið 2023 er stefnt að stækkun panelsins með það fyrri augum að auka þátttöku ungs fólks.
- Fyrirspurnir um panelinn má senda á phvs@hi.is.
- Fræðsluefni um próffræðilega eiginleika
- Leiðbeiningar fyrir uppsetningu spurningalista á Question Pro
- Leiðbeiningar fyrir uppsetningu spurningalista á RedCap
- Leiðbeiningar fyrir uppsetningu spurningalista á SoSci Survey
- Þýðing og staðfærsla á spurningalistum og prófum – grein e. Sigurgrím Skúlason (2005)
- Þýðing og staðfærsla sálfræðilegra prófa – grein e. Einar Guðmundsson (2005)