Próffræðistofa Heilbrigðisvísindastofnunar
Próffræðistofa Heilbrigðisvísindastofnunar
Próffræðistofa Heilbrigðisvísindastofnunar veitir akademísku starfsfólki og framhaldsnemum við Heilbrigðisvísindasvið ráðgjöf varðandi notkun matstækja í rannsóknum, s.s. sjálfsmatskvarða og hverslags spurningalista. Meðal þjónustu sem boðið er upp á er ráðgjöf við hönnun matstækja, þýðingu, fyrirlögn, forprófun og mat á próffræðilegum eiginleikum.
- Aðstoð við upplýsingaöflun um matstæki
- Aðstoð við val á matstækjum
- Aðstoð við þýðingu matstækja
- Aðstoð við hönnun nýrra matstækja / matsatriða
- Aðstoð við uppsetningu matstækja á netinu
- Ráðleggingar varðandi fyrirlögn matstækja
- Aðstoð við forprófun matstækja (t.d. með ítarviðtölum)
- Aðstoð við mat á áreiðanleika og réttmæti
- O.fl.
Fyrirspurnum er svarað á phvs@hi.is og tíma í ráðgjöf má bóka á bókunarsíðu Próffræðistofu
7.september 2022: Kynning á starfsemi Próffræðistofu
22.nóvember 2022: Flækjustig við notkun sjálfsmats (e.self-report), glærur og fyrirlestur
31.janúar 2023: Þýðingar matstækja, glærur og fyrirlestur
24.mars 2023: Próffræðilegir eiginleikar - hvað og hvernig, glærur og fyrirlestur
- Rannsóknarpanell Próffræðistofu og Rannsóknarseturs í aðferðafræði við Sálfræðideild Háskóla Íslands (RAHÍ) er hópur einstaklinga sem má fá til þátttöku í aðferðafræðilegum rannsóknum innan Heilbrigðisvísindasviðs. Í panelnum eru um 1.600 einstaklingar 18 ára og eldri sem valdir voru af handahófi úr Þjóðskrá og samþykktu að taka þátt í rannsóknum tengdum aðferðafræði og próffræði. Panelinn er kjörið að nýta við hvers lags rannsóknir á matstækjum og spurningalistum, s.s. við forprófanir og mat á próffræðilegum eiginleikum. Allir rannsakendur innan sviðsins sem hyggja á þess lags rannsóknir geta notað panelinn sér að kostnaðarlausu.
- Fyrirspurnir um panelinn má senda á phvs@hi.is.
- Fræðsluefni um próffræðilega eiginleika
- Um forskráningu rannsókna (e. preregistration)
- Leiðbeiningar fyrir uppsetningu spurningalista á Question Pro
- Leiðbeiningar fyrir uppsetningu spurningalista á RedCap
- Leiðbeiningar fyrir uppsetningu spurningalista á SoSci Survey
- Þýðing og staðfærsla á spurningalistum og prófum – grein e. Sigurgrím Skúlason (2005)
- Þýðing og staðfærsla sálfræðilegra prófa – grein e. Einar Guðmundsson (2005)