Um Rannsóknastofu í atferlisgreiningu
Rannsóknastofa í atferlisgreiningu er vettvangur rannsókna- og þróunarstarfs á fræðasviðum atferlisgreiningar. Stofan heyrir undir Sálfræðistofnun Háskóla Íslands og hefur það að markmiði að auka rannsóknir á atferlisgreiningu og gera þær sýnilegar.
Helstu hlutverk stofunnar eru m.a. að stuðla að fræðslu, sinna rannsóknum og þjónustuverkefnum, hafa samstarf við innlendar og erlendar rannsóknastofnanir og fræðimenn, veita nemum í rannsóknanámi aðstöðu og búnað til rannsóknastarfa, sem og þjálfun og reynslu í vísindalegum vinnubrögðum.
Stofan skipuleggur ýmsa viðburði til að miðla niðurstöðum rannsókna taka þátt í almennri umræðu. Má þar nefna fræðileg námskeið, fyrirlestra, málþing og ráðstefnur.
Image
Fréttir og viðburðir