
21. líf- og heilbrigðisvísindaráðstefna Háskóla Íslands fór fram á Háskólatorgi dagana 23. og 24. maí 2023. Ráðstefnan er vettvangur fyrir virkt samtal við samfélagið utan veggja háskólanna og veitir fræðafólki, sérfræðingum og öðrum tækifæri til að deila þekkingu, læra hvert af öðru, efla fagleg tengsl og samstarf á sviði líf- og heilbrigðisvísinda.
Unnur Þorsteinsdóttir, forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands setti ráðstefnuna en síðan flutti m.a. Hilma Holm, vísindamaður hjá deCODE, gestafyrirlestur sem bar heitið Meaningful use of genetic information in the management of cardiovascular diseases - insights from research at deCODE genetics. Unnur Anna Valdimarsdóttir prófessor í faraldsfræði hélt opin fyrirlestur fyrir almenning um áföll og streitu. Á meðal annarra dagskrárliða má nefna gestafyrirlestur Jóns Snædal um nýja þekkingu um Alzheimer-sjúkdóminn og opin hádegisfyrirlestur fyrir almenning um líftæknilyf, sem fluttur var af Páli Þór Ingvarssyni, lektor við Lyfjafræðideild HÍ.