
Rannsóknarsjóður rannsóknarstofu kvenna- og barnaþjónustu auglýsir styrki til rannsókna á sviði fæðinga-, kvenna-, barna- og fjölskyldufræða. Frestur til að sækja um rennur út 10. september 2023.
Rannsóknarsjóðurinn úthlutar styrkjum á hverju hausti og er helsta markmið með sjóðnum að styðja við rannsóknarvirkni vísindamanna sem stunda rannsóknir í fæðinga-, kvenna-, barna- og fjölskyldufræðum. Skilyrt er að rannsakandi sé starfsmaður kvenna- og barnaþjónustu Landspítala eða sé í rannsóknarsamstarfi með starfsmanni þeirrar þjónustu. Opnað er fyrir umsóknir í maí og umsóknarfrestur er til september ár hvert. Umsóknir um styrk eru metnar með tilliti til vísindalegs gildis, nýnæmis verkefna og gæða umsókna, ásamt reynslu og vísindalegum bakgrunni aðalumsækjenda.
Veittir verða þrír styrkir að hámarki 1 milljón króna ásamt minni styrkjum. Úthlutun verður styrkja verður í nóvember 2023.
Skilyrði fyrir styrkveitingu:
• Umsókn í samræmi við leiðbeiningar og reglur um úthlutun styrkja úr sjóðnum.
• Einn rannsakenda er fastráðinn starfsmaður kvenna- og barnaþjónustu Landspítala.
• Með umsókn fylgi uppfærðar ferilskrá og ritalisti aðalumsækjanda.
• Tilskilin leyfi frá viðeigandi siðanefnd liggja fyrir
• Allar umbeðnar upplýsingar koma fram í umsókn og öll umbeðin gögn fylgja
Umsókn er skilað á rafrænu umsóknarformi rannsókna- og styrkumsjónakerfis Landspítala.