Hlutverk og starfsemi

Rannsóknastofa í næringarfræði er vísindaleg rannsóknastofnun við Háskóla Íslands og Landspítala sem hefur samstarf við háskóla, deildir spítalans og aðrar stofnanir um rannsóknir á sviði næringarfræði. Forstöðumaður RÍN er Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor.

RÍN tekur einnig að sér þjónusturannsóknir og ýmis verkefni sem tengjast næringu og heilsu bæði fyrir opinbera aðila sem og einkaaðila.
Árið 2020 fluttu flestir vísindamenn sem hafa tilheyrt RÍN og starfað við rannsóknir í næringarfræði í aðstöðu í húsnæði Háskóla Íslands ásamt Matvæla- og næringarfræðideild. 

Image
""