Ráðavefurinn

Image
functions o fbehavior

Ráðavefurinn

Hvaða tilgangi þjónar Ráðavefurinn?

Ráðavefurinn inniheldur raunprófuð ráð fyrir kennara og annað fagfólk. Tilgangurinn er að draga úr hegðunarvandamálum í skólaumhverfi og bæta þannig líðan nemenda og starfsfólks. Á vefnum má finna ráð við ýmsum hegðunarvanda sem upp getur komið í skólastofu. Eingöngu eru gefin ráð sem byggjast á raunprófunum eða leiða af námskenningum sem hafa verið raunprófaðar með tilraunum. Hluti ráðanna eru sérhæfð á þann hátt að þau eiga við eftir því hver tilgangur hegðunarinnar er.

Hvernig á að nota Ráðavefinn?
Ráðin krefjast því þess að notandi vefsins hafi fylgst með hegðuninni sem veldur vanda mjög markvisst í ca. 5-10 skipti, t.d. með beinu áhorfi, og hafi skráð í hvert skipti ákveðnar upplýsingar um hegðunina. Þessi mæling á hegðun er einn hluti virknimats. Í virknimati eru teknar saman upplýsingar um hegðun með viðtölum, hegðunarskráningu eða virknigreiningu. Þar sem séfræðiþekk­ingu og færni þarf til þess að beita rétt þessum aðferðum verður bakgrunnur þeirra kynntur sem og aðferðirnar sjálfar.

Betra skólaumhverfi stuðlar að bættum námsárangri og félagsþroska nemenda.