
Þrír styrkir til doktorsrannsókna í ljósmóður- og hjúkrunarfræði voru veittir úr Rannsóknasjóði Ingibjargar R. Magnúsdóttur við Háskóla Íslands þegar 50 ára afmæli kennslu í hjúkrunarfræði við skólann var fagnað í Hátíðasal Aðalbyggingar föstudaginn 29. september. Styrkhafar eru Edythe Laquindanum Mangindin, doktorsnemi í ljósmóðurfræði, og Guðbjörg Pálsdóttir og Hrönn Birgisdóttir, doktorsnemar í hjúkrunarfræði. Heildarupphæð styrkja er 2 milljónir króna.