Fróðleiksmolar

Image
Verðlaun Dr. Zuilma Gabriela Sigurðardóttir

Fróðleiksmolar

Dr. Zuilma Gabriela Sigurðardóttir var forseti Evrópusamtaka um atferlisgreiningu (European Association for Behavior Analysis) á árunum 2015-2017 og starfaði áfram með stjórn félagsins sem fyrrum forseti þess á árunum 2017-2020. Alþjóðlega félagið um atferlisgreiningu, Association for Behavior Analysis-International (ABAI), veittu henni heiðursverðlaun árið 2023 fyrir að breiða út atferlisgreiningu á Íslandi og í Evrópu, m.a. í Lettlandi og Búlgaríu.

Zuilma Gabriela hefur reglulega fengið Erasmus styrki til kennaraskipta til að kenna atferlisgreiningu við Háskóla Lettlands og fyrir Macibu Centrs Atbalsts sem býður upp á tveggja ára nám í atferlisgreiningu. Zuilma Gabriela leiddi stofnun Félags Eystrasaltslanda um atferlisgreiningu (The Baltic Association for Behavior Analysis) árið 2018. Verðlaunin voru einnig fyrir hennar fræðilega framlag til atferlisgreiningar.

Zuilma Gabriela er aðstoðarritstjóri tveggja vísindarita, þ.e. European Journal of Behavior Analysis og Journal of Behavioral Education og hafa greinar um rannsóknir hennar í atferlisgreiningum birst í öllum helstu vísindaritum ABAI-félagsins í Bandaríkjunum.

Fjölmargar greinar og viðtöl hafa birst í fjölmiðlum um atferlisgreiningu eftir dr. Zuilmu Gabríelu Sigurðardóttur. Markmiðið með greinunum er að gera fræðin aðgengileg fyrir fagfólk og almenning. Hér að neðan má nálgast nokkrar þeirra.

Vísindavefurinn
Hverjir er kostir og gallar atferlisþjálfunar?
Ef einhver strákur er leiðinlegur, hvað á ég þá að gera?
Eru tölvuleikir ávanabindandi?

Morgunblaðið
Atferli manneskjunnar lýtur alls ekki einföldum lögmálum

Vikan
Uppeldi
Hlé er árangursrík aðferð í uppeldi

Mannlíf
Í heljargreipum heimilisofbeldis
Doktor Zuilma