Um Heilbrigðisvísindastofnun

Heilbrigðisvísindastofnun er miðstöð rannsókna á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Hún er rannsókna- og fræðastofnun sem starfrækt er í alþjóðlegu vísindaumhverfi. Að stofnuninni standa allir vísindamenn sviðsins, deildir og rannsóknaeiningar.

Heilbrigðisvísindastofnun veitir vísindafólki margvíslegan stuðning, til dæmis upplýsingar um styrkjamöguleika, aðstoð við umsóknagerð, rekstur verkefna og tölfræðiráðgjöf. Stofnunin stendur fyrir líf- og heilbrigðisvísindaráðstefnunni annað hvert ár og nýsköpunarráðstefnu.

Image
""