Um rannsóknastofu í næringarfræði
Rannsóknastofa í næringarfræði (RÍN) var stofnuð 1997 að tilstuðlan Ingu Þórsdóttur prófessors sem veitti stofunni forstöðu frá upphafi þar til 1. júní 2013.
RÍN tilheyrir Háskóla Íslands og Landspítala. RÍN vinnur að rannsóknum á næringarástandi og klínískum næringarvandamálum og tekur þátt í fjölmörgum samstarfsverkefnum með innlendum og erlendum aðilum, bæði háskólum, stofnunum og fyrirtækjum.
Árið 2020 fluttu flestir vísindamenn sem hafa tilheyrt RÍN og starfað við rannsóknir í næringarfræði í aðstöðu í húsnæði Háskóla Íslands ásamt Matvæla- og næringarfræðideild.
RÍN vinnur á breiðu sviði rannsókna sem miða að því að auka þekkingu á sambandi matar og heilsu. Unnið er að rannsóknum á næringarástandi og klínískum næringarvandamálum, forvörnum og lýðheilsu. Íhlutandi rannsóknir stofunnar hafa verið fyrirferðamiklar undanfarin ár þar sem prófaðir hafa verið næringarfræðilegir þættir og úrræði til að breyta næringu. RÍN gerir margs konar næringarfræðilegar mælingar í samstarfi við aðila innan og utan Landspítala.
Unnið hefur verið að mati á næringarástandi ýmissa sjúklingahópa. Næringarfræðingar stjórna og framkvæma rannsóknir og veita leiðbeiningar um mataræði. Rannsóknastofan ber ábyrgð á aðferðum sem notaðar eru við mat á næringarástandi og metur gildi aðferða til að rannsaka næringarástand og inntöku matar og næringarefna.
Rannsóknir RÍN á næringu og heilsu fólks á mismunandi aldri. Unnið er að leiðbeiningum og stefnu um næringu þungaðra kvenna, næringu barna og foreldra og næringu aldraðra. Unnið er að norrænum ráðleggingum um næringarefni, auk þess sem ráðgjöf er veitt til alþjóðastofnana um mat og næringu.
Fé til rannsókna sækir RÍN til erlendra og íslenskra rannsóknasjóða. Samstarf RÍN er víðtækt við innlenda og erlenda aðila.
Formaður stjórnar er Guðjón Þorkelsson, prófessor í Matvæla- og næringarfræðideild á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands.
Fulltrúar Landspítala - háskólasjúkrahúss:
- Lilja Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri skurðlækningasviðs
- Sigrún Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur varamaður Lilju
- Oddný Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri á vísindadeild
- Ólafur Baldursson sviðsstjóri lækninga á kennslu- og fræðasviði, skrifstofu kennslu, vísinda og þróunar, varamaður Oddnýjar
Fulltrúar Háskóla Íslands:
- Pálmi V. Jónsson, prófessor í læknadeild.
- Árni Þórsson dósent í læknadeild, varamaður Pálma
- Guðjón Þorkelsson, prófessor í Matvæla- og næringarfræðideild.
- Kesara Margrét Jónsson prófessor í prófessor í Líf- og umhverfisvísindadeild, varamaður Guðjóns
Samstarfssamningur sem Háskóli Íslands og Landspítali gerðu um Rannsóknastofu í næringarfræði árið 2017.
Samstarfssamningur sem Háskóli Íslands og Landspítali gerðu um Rannsóknastofu í næringarfræði árið 2011.
Samstarfssamningur sem Háskóli Íslands og Landspítali gerðu um Rannsóknastofu í næringarfræði árið 2005.
Hér koma nýjar ársskýrslur
Vísinda- og fræðafólk RÍN
Alfons Ramel | Prófessor | 5439875 | alfonsra [hjá] hi.is | https://iris.rais.is/is/persons/eb3731f6-5afc-4607-a021-ae42984aecfb | Matvæla- og næringarfræðideild |
Áróra Rós Ingadóttir | Lektor | 6202485 | aroraros [hjá] hi.is | https://iris.rais.is/is/persons/5f2ccd39-d0b5-4ecd-bc41-eec52c562f39 | Matvæla- og næringarfræðideild |
Birna Þórisdóttir | Lektor | bith [hjá] hi.is | Yes | https://iris.rais.is/is/persons/39d878c8-0218-4a92-9ae0-14348502c712 | Matvæla- og næringarfræðideild |
Bryndís Eva Birgisdóttir | Prófessor | beb [hjá] hi.is | https://iris.rais.is/is/persons/7903b13f-5ecb-4c9c-9ae7-dc357452c0ea | Matvæla- og næringarfræðideild |
Ingibjörg Gunnarsdóttir | Aðstoðarrektor vísinda | 8259374 | ingigun [hjá] hi.is | Yes | https://iris.rais.is/is/persons/3b2b4821-a5e3-44ac-bf7a-153348486376 | Rektorsskrifstofa |
Inga Þórsdóttir | Prófessor | ingathor [hjá] hi.is | https://iris.rais.is/is/persons/40910a0c-70e9-4ed8-8af8-e7bfe0e9c004 | Matvæla- og næringarfræðideild |
Ólöf Guðný Geirsdóttir | Prófessor | 5255954 | ogg [hjá] hi.is | https://iris.rais.is/is/persons/82e24c0a-061d-44b6-8f48-ef9f4e515eec | Matvæla- og næringarfræðideild |
Þórhallur Ingi Halldórsson | Prófessor | 6905323 | tih [hjá] hi.is | https://iris.rais.is/is/persons/604ad277-226c-412d-a0eb-f2f4cee1512e | Matvæla- og næringarfræðideild |