Stefnuaðgerðir Heilbrigðisvísindastofnunar
Stefnuaðgerðir Heilbrigðisvísindastofnunar
Markmið stefnuaðgerða Heilbrigðisvísindastofnunar er að styrkja stofnunina í alþjóðlegum samanburði og skapa nýja þekkingu á fræðasviðinu í þágu vísindanna og samfélagsins í heild. Framþróun rannsóknaumhverfis og aukinn stuðningur við rannsakendur stuðlar að þessum markmiðum.
Markmið 1
Fleiri rannsóknastyrki til HVS
Aðgerðir
- Aukinn stuðningur við leit að styrkjamöguleikum og við umsóknir í rannsóknasjóði
- Skoða lækkun kennsluskyldu eða frí frá stjórnunarskyldum svo ráðrúm sé til að undirbúa umsóknir í erlenda sjóð
Markmið 2
Aukin þjónusta við rekstur og vinnu rannsóknaverkefna
Aðgerðir
- Miðlæg innkaup á rannsóknavörum í samstarfi við aðrar stofnanir
- Einfaldara yfirlit yfir rannsóknarreikninga
- Aukinn stuðningur við rekstur og uppgjör rannsóknaverkefna
- Sýnilegra samstarf við Auðnu tæknitorg
- Tryggja miðlæga þjónustu um viðhald og endurnýjun tækja
- Efla stoðþjónustu varðandi uppsetningu spurningalista
- Aðstoð við skráningu eða utanumhald um leyfi fyrir vísindarannsóknum
Markmið 1
Fleiri greinar í tímarit með hærri áhrifastuðul
Aðgerðir
- Auka alþjóðleg tengsl til að auka gæði, t.d. tengsl til að stækka klínískar rannsóknir og tryggja „best practice“
- Finna nýjar leiðir til að hvetja til áhrifameiri birtinga, t.d. veita fleiri rannsóknastig fyrir birtingar í tímaritum í efsta fjórðungi áhrifastuðuls hverrar fræðigreinar
- Kanna möguleika á að greiða fyrir opinn aðgang fyrir birtingar í tímaritum í efsta fjórðungi áhrifastuðuls hverrar fræðigreinar og leita eftir samstarfi til að lækka birtingakostnað
Markmið 2
Aukin fjárveiting til rannsókna í heilbrigðisvísindum
Aðgerðir
- Vinna með stjórnvöldum að stofnun Heilbrigðisvísindasjóðs
- Áfram unnið að því að virkir rannsakendur fái aukið svigrúm til að sinna rannsóknum
Markmið 3
Aukin samvinna
Aðgerð
- Hvetja fólk til að nýta rannsóknaleyfi m.a. til að stækka tengslanet í rannsóknarstörfum á alþjóðavettvangi
- Skapa áfram tækifæri innan Heilbrigðisvísindastofnunar fyrir þverfaglega og alþjóðlega samvinnu í rannsóknum
Markmið 1
Öflugir rafrænir innviðir
Aðgerðir
- Frekari innleiðing kerfa sem halda utan um rannsóknir, þar með talin kerfi sem bæta öryggi gagna og geymslu þeirra (sbr. samstarf við UTS/vegvísastyrk IREI (Icelandic e-research infrastructure)
- Innleiðing kerfa til að nálgast ópersónugreinanleg heilbrigðisþjónustugögn til rannsókna, sbr. Heilsubrunn
Markmið 2
Rannsóknastofur / -kjarnar / -setur / -net fyrir hágæða rannsóknir
Aðgerðir
- Ráðning sérfræðinga/vísindamanna við kjarnainnviði Heilbrigðisvísindastofnunar
- Starfsemi Heilbrigðisvísindastofnunar komist í viðeigandi húsnæði
- Tryggja aðgengi sem flestra rannsakenda að innviðum
- Styrking samstarfsnets um gagnarannsóknir og klínískar rannsóknir
- Leita lausna varðandi tilraunadýraaðstöðu í samstarfi við Vísindagarða HÍ
- Skoða fýsileika á að stofna raðgreiningasetur
Markmið 3
Bætt skipulag rannsóknainnviða
Aðgerðir
- Kortleggja innviði og hafa sýnilega fyrir rannsakendur
- Koma á fót skýru verklagi, verðlagningu og innheimtukerfi fyrir aðgang að tækjum og þjónustumælingum
Markmið
Aukinn fjöldi sem starfar við heilbrigðisvísindarannsóknir
Aðgerðir
- Fjölga styrkjum og finna leiðir til að auka möguleika á styrkjum fyrir doktorsnema, sérstaklega fyrir nýja leiðbeinendur og reyndari kennara með miðlungsfjölda rannsóknastiga
- Leggja áherslu á vöxt í vísindastörfum með fjölgun akademískra stöðugilda, bæði kennara og rannsakenda
- Aukin áhersla á alþjóðlegar ráðningar
Markmið 1
Aukin sjálfbærni og minni sóun
Aðgerðir
- Auka áherslu á rannsóknir sem stuðla að sjálfbærni og hafa jákvæð áhrif á umhverfi og heilsu
Markmið 2
Tengsl við samfélagið
Aðgerðir
- Samvinna við heilbrigðisþjónustu og fyrirtæki, t.d. samningar við LSP, SAK, Heilsugæslu, Reykjalund, Hjartavernd, Matís, Lyfjastofnun ofl.
- Samvinna með stjórnvöldum til hagsbóta fyrir heilbrigðiskerfi og heilsu í landinu og til að efla nýsköpun
- Styðja við nýdoktora, meðal annars með því að auka samtal við atvinnulífið
Markmið 1
Efling gæða í framhaldsnámi
Aðgerðir
- Halda áfram að efla umgjörð utan um meistara- og doktorsnám
- Fleiri og hærri doktorsnemastyrki sem taki þá mið af launaþróun
- Haga doktorsnáminu þannig að allir doktorsnemar kynni rannsóknaniðurstöður erlendis
- Fjölga þverdeildarverkefnum í doktorsnámi
- Allir doktorsnemar taki þátt í reglulegum málstofum (doctoral seminars)
Markmið 2
Þjónusta við framhaldsnema
Aðgerðir
- Innviðir vel kynntir fyrir framhaldsnemum
- Framhaldsnemendur hafi betri aðgang að aðstoð tölfræðinga við gagnaúrvinnslu
Markmið 3
Fjölbreyttari nemendahópur
Aðgerðir
- Fleiri námskeið á ensku
- Fjölga nemendum með gráðu utan heilbrigðisvísinda