
Söfnunarröskun er skilgreind sem óhóflegur vandi við að skilja við eigur sínar. Vandinn veldur óreiðu og þrengslum á heimilinu. Söfnunarröskun skerðir lífsgæði og eykur hættu á eldsvoða. Þó að söfnunarröskun byrji oftast að hamla fólki á unglingsárum leitar það sér yfirleitt ekki hjálpar fyrr en eftir fimmtugt. Lítið er vitað um ástæður þess að tíminn frá því að vandamálið hefst þar til það kemur til meðferðar er svona langur. Við leitum því að einstaklingum með söfnunarröskun til þess að reyna að fá betri innsýn í þetta.
Auglýst er eftir þátttakendum í rannsókn á söfnunarröskun sem fer fram á vegum Sálfræðideildar Háskóla Íslands.