Reynsla einstaklinga með söfnunarröskun - rannsóknarverkefni

Image
Mannlíf

Reynsla einstaklinga með söfnunarröskun - rannsóknarverkefni

Söfnunarröskun er skilgreind sem óhóflegur vandi við að skilja við eigur sínar. Vandinn veldur óreiðu og þrengslum á heimilinu. Söfnunarröskun skerðir lífsgæði og eykur hættu á eldsvoða. Þó að söfnunarröskun byrji oftast að hamla fólki á unglingsárum leitar það sér yfirleitt ekki hjálpar fyrr en eftir fimmtugt. Lítið er vitað um ástæður þess að tíminn frá því að vandamálið hefst þar til það kemur til meðferðar er svona langur. Við leitum því að einstaklingum með söfnunarröskun til þess að reyna að fá betri innsýn í þetta.

Auglýst er eftir þátttakendum í rannsókn á söfnunarröskun sem fer fram á vegum Sálfræðideildar Háskóla Íslands.

Allir 18 og eldri sem glíma við söfnunarvanda.

Gert er ráð fyrir að þátttakendur séu með eðlilegan vitsmunaþroska, séu ekki að glíma við áfengis- eða vímuefnavanda og séu ekki að glíma við geðrofssjúkdóm.
 

 

Markmið rannsóknarinnar er að kanna reynslu einstaklinga með söfnunarvanda.

  • Þátttakendur sækja sjálfir um að taka þátt.
  • Rannsóknin fer fram í einni heimsókn til rannsakenda.
  • Þátttakendur svara spurningalistum, fara í gegnum staðlað greiningarviðtal.
  • Að lokum verður spurt út í reynslu þátttakenda af söfnunarröskun.

Þessi heimsókn tekur um 60 mínútur. 
 

Rannsóknin verður framkvæmd í Nýja Garði, húsnæði Sálfræðideildar Háskóla Íslands við Sæmundargötu 12 í Reykjavík.

  • Þátttakendur bóka tíma hjá rannsakanda eftir hentugleika.
  • Þátttakendur eru prófaðir í einrúmi.
     

Auglýst er eftir þátttakendum á samfélagsmiðlum.

Þeir sem hafa áhuga senda tölvupóst á hoarding@hi.is og rannsakendur bjóða þeim að taka þátt. Rannsakendur hringja til að kynna rannsóknina og bjóða áhugasömum að bóka tíma við fyrsta hentugleika.

Vakni upp spurningar vegna þátttöku, geta þátttakendur haft samband með því að senda tölvupóst á hoarding@hi.is eða með því að hafa samband við ábyrgðarmann rannsóknarinnar (sjá hér fyrir neðan).
 

Ábyrgðamaður rannsóknarinnar er Ragnar P. Ólafsson, prófessor við Sálfræðideild Háskóla Íslands, sími 525-4502.

Meðrannsakendur eru dr. Paul M. Salkovskis, prófessor við Háskólann í Oxford, Englandi og dr. Jón F. Sigurðsson, prófessor við Háskólann í Reykjavík.

Rannsóknin er auk þess liður í lokaverkefni Þórðar Arnar Arnarsonar til doktorsgráðu í sálfræði við Háskóla Íslands.

Rannsóknin er unnin með samþykki Vísindasiðanefndar og hefur verið tilkynnt til Persónuverndar. Ef þú hefur spurningar um rétt þinn sem þátttakandi í vísindarannsókn eða vilt hætta þátttöku í rannsókninni getur þú snúið þér til Vísindasiðanefndar, Borgartún 21, 4. hæð, 105 Reykjavík. Sími: 551-7100, fax: 551-1444, tölvupóstfang: vsn@vsn.is