Málþing um lyf án skaða
Á málþingi 5. október 2023 um skynsamlega endurskoðun lyfjameðferðar var fjallað um hvernig mætti taka á aukinni fjöllyfjanotkun á Íslandi. Mikið var fjallað um þátt lyfjafræðinga í apótekum og einnig klínískra lyfjafræðinga sem gegna lykilhlutverki í því að aðstoða lækna við að ráða fram úr flóknum lyfjaávísunum.
Myndbönd frá ráðstefnunni
- Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráherra
- Að ávísa lyfjum: Breytt hugarfar og nálgun - Einar Stefán Björnsson
- Fjöllyfjanotkun á Íslandi - Alma Dagbjört Möller, landlæknir
- Yfirferð um kynningarbása
- Saga skjólstæðings
- Umræðutorg I: Hverjar eru helstu áskoranir vi flókna lyfjameferð?
- Engaging Patient, Providers and Policy Makers for Safer Medication Use: The Canadian Experience - Emily G. McDonalds
- Umræðutorg II. Örerindi frá hagsmunaaðilum og umræður
- Vinnustofa. Hvernig getum við innleitt skynsamlega endurskoðun lyfjameðferðar?
- Hugleiðingar og umræður
Um átakið
Lyf án skaða er alþjóðlegt gæðaátak sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hóf árið 2017 en á Íslandi hófst það árið 2020.
Bakhjarlar: Embætti landlæknis og heilbrigðisráðuneytið. Helstu samstarfsaðilar: Landspítali, Sjúkrahúsið á Akureyri, Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu, Læknafélag Íslands, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Lyfjafræðingafélag Íslands og Lyfjastofnun.
