Málþing um lyf án skaða

Á málþingi 5. október 2023 um skynsamlega endurskoðun lyfjameðferðar var fjallað um hvernig mætti taka á aukinni fjöllyfjanotkun á Íslandi. Mikið var fjallað um þátt lyfjafræðinga í apótekum og einnig klínískra lyfjafræðinga sem gegna lykilhlutverki í því að aðstoða lækna við að ráða fram úr flóknum lyfjaávísunum. 

Myndbönd frá ráðstefnunni

  1. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráherra
  2. Að ávísa lyfjum: Breytt hugarfar og nálgun - Einar Stefán Björnsson
  3. Fjöllyfjanotkun á Íslandi - Alma Dagbjört Möller, landlæknir
  4. Yfirferð um kynningarbása
  5. Saga skjólstæðings
  6. Umræðutorg I: Hverjar eru helstu áskoranir vi flókna lyfjameferð?
  7. Engaging Patient, Providers and Policy Makers for Safer Medication Use: The Canadian Experience - Emily G. McDonalds
  8. Umræðutorg II. Örerindi frá hagsmunaaðilum og umræður
  9. Vinnustofa. Hvernig getum við innleitt skynsamlega endurskoðun lyfjameðferðar?
  10. Hugleiðingar og umræður

Um átakið

Lyf án skaða er alþjóðlegt gæðaátak sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hóf árið 2017 en á Íslandi hófst það árið 2020.
Bakhjarlar: Embætti landlæknis og heilbrigðisráðuneytið. Helstu samstarfsaðilar: Landspítali, Sjúkrahúsið á Akureyri, Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu, Læknafélag Íslands, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Lyfjafræðingafélag Íslands og Lyfjastofnun.

Efnisorð
Deila