Header Paragraph

Heimsóknir Lífvísindaseturs og Pavol Jozef Safarik háskólans í Kosice í Slóvakíu

Image
Íslenski hópurinn í Slóvakíu

Með stuðningi Uppbyggingasjóðs EES (EEA Grants) kom hópur háskólakennara frá Pavol Jozef Safarik háskólanum í Kosice í Slóvakíu í heimsókn til Lífvísindaseturs, Háskóla Íslands dagana 21.-24. maí. Verkefnið byggist á því að koma á vísindalegum tengslum á milli stofnananna í gegnum verkefnið Bilateral relations and common knowledge between Slovakia and Iceland research at Universities on the topic of “Genomic instability and cancer; GenICa. Í upphafi heimsóknarinnar var haldinn samráðsfundur Lífvísindaseturs með slóvenska háskólanum þar sem nokkrir hópstjórar frá Háskóla Íslands kynntu rannsóknaáherslur sínar. Í framhaldinu heimsótti hópurinn nokkrar starfsstöðvar Lífvísindaseturs innan háskólans og hjá tengdum stofnunum og funduðu með hópstjórum.

Vikuna 17.-23. júní fór hópur doktorsnema, sérfræðinga og hópstjóra frá Lífvísindasetri til Kosice í Slóvakíu. Í upphafi ferðar fengu þau kynningu á Pavol Jozef Safarik háskólanum en síðan var ferðinni haldið til Stará Lesná, High Tatras þar sem 40 manna nemendaráðstefna var haldin. Þar héldu doktorsnemar kynningu á verkefnum sínum auk þess sem fræðileg erindi voru í boði. Í lok ferðar fékk hópurinn kynningu á grasagarðinum í Kosice.

Ljóst er að verkefnið hefur nú þegar stuðlað að vísindasamstarfi á milli skólanna sem vonandi á eftir að haldast um ókomin ár.

Image
Íslenski hópurinn í Slóvakíu

Íslenski hópurinn í Slóvakíu ásamt þarlendum vísindamönnum.

Image
Fundur Lífvísindaseturs með slóvakískum vísindamönnum í HÍ

Fundur Lífvísindaseturs með slóvakískum vísindamönnum í HÍ í maí 2024.