Móttaka klínískra rannsókna

Image
""

Móttaka klínískra rannsókna

Hlutverk móttökunnar er að veita vísindafólki við Heilbrigðisvísindastofnun aðstöðu og þjónustu við klínískar rannsóknir.

Umsjónarmaður

Mynd af Bergrós Guðmundsdóttir Bergrós Guðmundsdóttir Verkefnisstjóri 5254895 bergros [hjá] hi.is Heilbrigðisvísindastofnun

Ef þú vilt nýta þér þjónustu í Móttöku klínískra rannsókna eða fá frekari upplýsingar, endilega hafðu samband við Bergrós.

 

Staðsetning

Móttaka klínískra rannsókna er staðsett á 3. hæð í Læknagarði.

 

Þjónusta

Við móttökuna starfar verkefnastjóri sem veitir vísindafólki þjónustu við klínískar rannsóknir, meðal annars:

  • Aðstoðað við samskipti við þátttakendur
  • Sent og tekið á móti gögnum
  • Tekið á móti þátttakendum í rannsóknir
  • Séð um blóðtöku og frágang sýna fyrir rannsóknir

 

Aðstaða

  • Móttaka með móttökuborði og biðstofu
  • Viðtalsherbergi með möguleika á upptöku
  • Tannlæknastóll tengdur rafmagni, vatni, lofti og sogi
  • Skoðunarbekkur, blóðþrýstingsmælir, vigt, hæðarmælir, kælir, frystir
  • Einbetitingarrými með þremur léttum borðum og stólum

Móttaka

Móttaka

Tannlæknastóll

Tannlæknastóll

Einbeitingarrými

Skoðunarbekkur