Móttaka klínískra rannsókna
Móttaka klínískra rannsókna
Hlutverk móttökunnar er að veita vísindafólki við Heilbrigðisvísindastofnun aðstöðu og þjónustu við klínískar rannsóknir.
Umsjónarmaður
Bergrós Guðmundsdóttir | Verkefnisstjóri | 5254895 | bergros [hjá] hi.is | Heilbrigðisvísindastofnun |
Ef þú vilt nýta þér þjónustu í Móttöku klínískra rannsókna eða fá frekari upplýsingar, endilega hafðu samband við Bergrós.
Staðsetning
Móttaka klínískra rannsókna er staðsett á 3. hæð í Læknagarði.
Þjónusta
Við móttökuna starfar verkefnastjóri sem veitir vísindafólki þjónustu við klínískar rannsóknir, meðal annars:
- Aðstoðað við samskipti við þátttakendur
- Sent og tekið á móti gögnum
- Tekið á móti þátttakendum í rannsóknir
- Séð um blóðtöku og frágang sýna fyrir rannsóknir
Aðstaða
- Móttaka með móttökuborði og biðstofu
- Viðtalsherbergi með möguleika á upptöku
- Tannlæknastóll tengdur rafmagni, vatni, lofti og sogi
- Skoðunarbekkur, blóðþrýstingsmælir, vigt, hæðarmælir, kælir, frystir
- Einbetitingarrými með þremur léttum borðum og stólum
Móttaka
Móttaka
Tannlæknastóll
Tannlæknastóll
Einbeitingarrými
Skoðunarbekkur