Header Paragraph

Styrkir afhentir til doktorsnáms í öldrunarfræðum

Image
Styrkir til doktorsnáms í öldrunarfræðum

Tveir styrkir til doktorsnema úr sjóði Sjálfseignarstofnunar St. Jósefsspítala til rannsóknarverkefna á sviði öldrunarfræða voru afhentir þann 10. maí 2022 og nemur hvor um sig 11 milljónum króna.

Þetta er í fjórtánda skipti sem styrkir eru veittir úr sjóðnum. Sjálfseignarstofnun St. Jósefsspítala vill efla doktorsnám á sviði öldrunarfræða með ofangreindum hætti. Þannig er vonast til að lifandi samfélag myndist um öldrunarrannsóknir þar sem doktorsnemar geta haft stuðning hver af öðrum.

Að þessu sinni hlutu eftirfarandi doktorsnemar styrk frá sjóði Sjálfseignarstofnunar St. Jósefsspítala:
 

Freyja Jónsdóttir, lektor við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands og klínískur lyfjafræðingur.

  • Heiti rannsóknar: Fjöllyfja meðferð, óviðeigandi lyfjameðferð, áhættuþættir, afdrif og mat á áhættu á lyfjatengdum skaða í kjölfar útskriftar af spítala.
     
  • Leiðbeinendur: Martin Ingi Sigurðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir í svæfinga- og gjörgæslulækningum við Landspítala, og Anna Bryndís Blöndal, lektor við lyfjafræðideild á heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Aðalsteinn Guðmundsson, öldrunarlæknir og klínískur lektor við HÍ. Ian Bates, lyfjafræðingur og prófessor við UCL. Jennifer Stevenson, lyfjafræðingur, sérhæfð í öldrunarfræðum og dósent við King‘s College. Elín S. Ólafsdóttir, lyfjafræðingur og prófessor við HÍ.
     

Sirrý Sif Sigurlaugardóttir, aðjúnkt við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands.

  • Heiti rannsóknar: Heilsa, vellíðan og þarfir umönnunaraðila sem annast um eldri einstaklinga sem þiggja heimahjúkrun.
     
  • Leiðbeinendur: Ingibjörg Hjaltadóttir. prófessor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og sérfræðingur í hjúkrun við Landspítala, og Sigurveig H. Sigurðardóttir, prófessor við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands.
Image

Frá vinstri: Martin Ingi Sigurðsson, Anna Bryndís Blöndal, Kristín Björnsdóttir, Hrafnhildur Eymundsdóttir, Freyja Jónsdóttir, Pálmi V. Jónsson

Image

Frá vinstri: Inga Valgerður Kristinsdóttir, Kristín Björnsdóttir, Sirrý Sif Sigurlaugardóttir, Pálmi V. Jónsson og Hrafnhildur Eymundsdóttir